fbpx
Laugardagur 13.september 2025
433Sport

Það er komið að stóru stundinni í Hollandi – Jafntefli eða sigur forðar stelpunum okkar frá flóknu umspili

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 6. september 2022 08:30

Mynd/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kvöld er komið að stóru stundinni hjá íslenska kvennalandsliðinu. Liðið mætir Hollandi ytra í hreinum úrslitaleik um að komast beint á Heimsmeistaramótið í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári.

Ísland er í efsta sæti undanriðilsins, stigi á undan Hollandi. Jafntefli dugir því stelpunum okkar í kvöld til að tryggja sér efsta sæti riðilsins og komast beint á HM. Liðið sem hafnar í öðru sæti fer í umspil.

Leikurinn hefst klukkan 18:45 og verður sýndur beint á RÚV.

Umspilið

Fari það svo að Ísland tapi fyrir Hollandi í kvöld þarf liðið að fara í umspil um sæti á HM. Fyrirkomulag umspilsins er langt frá því að vera einfalt, en er útskýrt í stórum dráttum hér. Margar sviðsmyndir eru í boði. Íslenska liðið vonast auðvitað eftir því að vangaveltur um hugsanlega leið og mótherja í umspilinu verði með öllu óþarfar.

Níu landslið munu alls taka þátt í umspilinu. Þar er farið í útsláttarkeppni um sæti á HM. Þau þrjú lið sem eru með besta árangurinn af þeim liðum sem hafna í öðru sæti fara beint í aðra umferð, þar sem sigurvegararnir þrír úr einvígum fyrstu umferðarinnar bætast síðar við. Sem stendur er aðeins eitt lið í öðru sæti með betri árangur en Ísland, sem er á toppi síns riðils.

Af þeim þremur liðum sem sigra einvígi sín í annarri umferð, fara tvö þeirra sem eru með besta árangurinn í undanriðlinum beint á HM. Það lið sem stendur verst að vígi af þessum þremur þarf að fara í aðra keppni.

Sú keppni er leikin þvert á heimsálfur og verður eins konar generalprufa fyrir sjálft lokamótið. Verður hún haldin í Nýja-Sjálandi. Tíu liðum verður þar skipt upp í þrjá riðla, þar sem sigurvegarar riðlanna tryggja sér þrjú sæti á HM.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Óvænt nafn í hóp hjá City um helgina – Ekki spilað fyrir félagið í tæp tvö ár

Óvænt nafn í hóp hjá City um helgina – Ekki spilað fyrir félagið í tæp tvö ár
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Óvissa með Cole Palmer

Óvissa með Cole Palmer
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum – Búist við að bæði lið frumsýni nýjan markvörð

Líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum – Búist við að bæði lið frumsýni nýjan markvörð
433Sport
Í gær

Tók sér margra vikna frí eftir fegrunaraðgerð – „Við stunduðum kynlíf í sundlaug í margar klukkustundir“

Tók sér margra vikna frí eftir fegrunaraðgerð – „Við stunduðum kynlíf í sundlaug í margar klukkustundir“
433Sport
Í gær

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill
433Sport
Í gær

Myndband Villa Neto vekur athygli – „Ég get ekki sofnað þegar það er svona mikið af óréttlæti í heiminum“

Myndband Villa Neto vekur athygli – „Ég get ekki sofnað þegar það er svona mikið af óréttlæti í heiminum“
433Sport
Í gær

Langt síðan Mainoo fór að hafa áhyggjur af stöðu sinni – Hófst allt þegar hann heyrði þessar fréttir

Langt síðan Mainoo fór að hafa áhyggjur af stöðu sinni – Hófst allt þegar hann heyrði þessar fréttir