fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
Fréttir

Fyrrum stórlax í steypubransanum sagður hafa svikið 141 milljón undan skatti

Heimir Hannesson
Laugardaginn 20. nóvember 2021 10:30

mynd/samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært Norðmanninn Kaare Nördbö fyrir fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum sem framin voru í rekstri einkahlutafélagsins Concretum Iceland sem nýverið lauk gjaldþrotameðferð. Í ákærunni, sem DV hefur undir höndum, er Kaare sagður hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti að fjárhæð 141,7 milljónum sem fyrirtækið innheimti við rekstur fyrirtækisins á seinni helmingi ársins 2019.

Þá er Kaare ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa aflað fyrirtækinu ávinning af brotum og nýtt þann ávinning í rekstur félagsins.

Saksóknari krefst þess að Kaare verður dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar sem hlýst af rekstri málsins.

DV greindi frá því í mars á þessu ári að aðeins sjö milljónir hafi fengist upp í 219 milljóna kröfur í þrotabú fyrirtækisins Concretum Iceland. Í samtali við DV Jóhannes Karl Sveinsson, skiptastjóri þrotabúsins, að aðeins hafi verið tekin afstaða til forgangskrafna sem reyndust vera 40 milljónir þar sem fyrirséð var að ekkert myndi fást upp í aðrar kröfur.

Ljóst er að Concretum Iceland stóð í ströngu á síðustu árum reksturs síns hér á landi. Árið 2018 velti fyrirtækið um milljarði og rúmum 780 milljónum árið áður. Eignir félagsins umfram skuldir voru árið 2018 um 24 milljónir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Maðurinn er fundinn
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr í anddyri hárgreiðslustofu í Mosfellsbæ

Sauð upp úr í anddyri hárgreiðslustofu í Mosfellsbæ
Fréttir
Í gær

Á bráðamóttöku eftir meint ofbeldi dyravarða á Auto – „Hann bara ældi og gat varla labbað eða talað“

Á bráðamóttöku eftir meint ofbeldi dyravarða á Auto – „Hann bara ældi og gat varla labbað eða talað“