fbpx
Mánudagur 20.maí 2024
433Sport

Guðný er sátt við að spila sem hægri bakvörður með íslenska landsliðinu – Ætlar sér að vinna titla á Ítalíu

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 20. október 2021 16:30

Guðný í landsleik með Íslandi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðný Árnadóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins og AC Milan í knattspyrnu sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leik íslenska liðsins gegn Tékklandi á föstudaginn.

Guðný hefur verið notuð sem hægri bakvörður hjá Íslandi, til að mynda í síðasta landsliðsverkefni en er sjálf vön því að spila hægra megin í þriggja manna hafsentakerfi hjá AC Milan á Ítalíu, henni lýst samt bara vel á að vera notuð sem hægri bakvörður með íslenska landsliðinu. ,,Það er bara gaman að prófa nýja stöðu. Það tók mig smá tíma að venjast henni í leiknum gegn Hollandi í síðasta landsliðsverkefni, ég var smá týnd í fyrri hálfleik en svo náði ég að vinna mig hægt og bítandi inn í leikinn. Ég er hugsuð sem hægri bakvörður með landsliðinu og auðvitað vil ég þá spila þá stöðu,“ sagði Guðný á blaðamannafundinum.

Hún býst við erfiðum leik á föstudaginn gegn Tékklandi. ,,Tékkarnir líta vel ut. Þetta er vel spilandi lið sem vill halda boltanum og er með sterka leikmenn innanborðs. Við verðum að mæta klárar til leiks og spila okkar besta leik,“ sagði Guðný Árnadóttir, landsliðskona í knattspyrnu.

Guðný gekk til liðs við AC Milan frá Val árið 2020 og henni líður vel á Ítalíu. ,,Það er gaman að prófa einhvað nýtt. Það er spilaður öðruvísi fótbolti þarna úti heldur en ég hafði vanist hérna heima en ég er mjög ánægð með að hafa tekið þetta skref,“ sagði Guðný sem stefnir á að vinna titla með liðinu. ,,Þetta er frekar nýtt og lið hjá þeim en ég vil vinna titla þarna.“

Leikur Íslands og Tékklands í undankeppni Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu fer fram á Laugardalsvelli á föstudaginn klukkan 18:45.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Síðasti séns Manchester United er gegn meisturunum – Enda í áttunda sæti

Síðasti séns Manchester United er gegn meisturunum – Enda í áttunda sæti
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu þegar Jóhann Berg var kvaddur í dag – Búinn að spila sinn síðasta leik

Sjáðu þegar Jóhann Berg var kvaddur í dag – Búinn að spila sinn síðasta leik
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Yfirgefur Chelsea og sendir skilaboð á unga leikmenn liðsins – ,,Þeir þurfa að gera meira“

Yfirgefur Chelsea og sendir skilaboð á unga leikmenn liðsins – ,,Þeir þurfa að gera meira“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Tuchel staðfestir að viðræður – ,,Náðum ekki samkomulagi“

Tuchel staðfestir að viðræður – ,,Náðum ekki samkomulagi“
433Sport
Í gær

Guardiola staðfestir að hann verði áfram

Guardiola staðfestir að hann verði áfram
433Sport
Í gær

Auðunn Blöndal lýsir besta augnablikinu fyrir utan fæðingu barna sinna – „Eitt það erfiðasta sem ég hef horft á, það var svo mikið af tilfinningum“

Auðunn Blöndal lýsir besta augnablikinu fyrir utan fæðingu barna sinna – „Eitt það erfiðasta sem ég hef horft á, það var svo mikið af tilfinningum“