fbpx
Föstudagur 26.júlí 2024
433Sport

Af hverju var hann valinn í landsliðið? – ,,Engill og öllum líkar við hann“

Victor Pálsson
Laugardaginn 18. maí 2024 22:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Didier Deschamps landsliðsþjálfari Frakklands hefur valið hóp liðsins sem mun spila á EM í Þýskalandi í sumar.

Ein ákvörðun Deschamps kom verulega á óvart en hann valdi miðjumanninn N’Golo Kante í hópinn.

Kante hefur ekki verið valinn í síðustu verkefni Frakklands en hann er 32 ára gamall og leikur í Sádi Arabíu.

Búist var við að Kante myndi ekki fá tækifæri á EM að þessu sinni en Deschamps hefur ákveðið að treysta á reynsluboltann.

Kante hefur glímt við þónokkur meiðsli undanfarin ár en hann gerði garðinn frægan sem leikmaður Leicester og svo Chelsea.

Deschamps hefur nú útskýrt af hverju hann ákvað að gefa Kante tækifærið á nýjan leik.

,,Hann hefur spilað heilt tímabil, svo sannarlega ekki í Evrópu en hann er búinn að ná sér að fullu líkamlega,“ sagði Deschamps.

,,Við getum rætt um deildina í Sádi Arabíu og styrk hennar en hann hefur spilað yfir 4000 mínútur á tímabilinu, það eru meira en 40 leikir. Hann er engill og öllum líkar við hann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Djarfar myndir vandræðagemsans vekja gífurlega athygli

Djarfar myndir vandræðagemsans vekja gífurlega athygli
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tekur glæsilegt hús Greenwood á leigu – Borgar tvær og hálfa milljón á mánuði

Tekur glæsilegt hús Greenwood á leigu – Borgar tvær og hálfa milljón á mánuði
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Theodór Elmar meiddist á æfingu og bíður þess að komast í myndatöku – „Þá klárar maður bara ferilinn ári fyrr en planið var“

Theodór Elmar meiddist á æfingu og bíður þess að komast í myndatöku – „Þá klárar maður bara ferilinn ári fyrr en planið var“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Kristján Óli lét gamminn geisa en fékk svar frá formanninum – „Þetta gæti orðið ófyrirgefanlegt“

Kristján Óli lét gamminn geisa en fékk svar frá formanninum – „Þetta gæti orðið ófyrirgefanlegt“
433Sport
Í gær

Ítalirnir setja sig í samband við Chelsea

Ítalirnir setja sig í samband við Chelsea
433Sport
Í gær

Settu tilraunir sínar á ís vegna dómsmáls Alberts

Settu tilraunir sínar á ís vegna dómsmáls Alberts