fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
433Sport

Segir stjörnu United að koma sér burt í sumar – ,,Væri gott skref fyrir hann“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 19. maí 2024 12:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brasilíska goðsögnin Rivaldo hvetur landa sinn Antony til að segja skilið við lið Manchester United í sumar.

Rivaldo telur að United henti ekki Antony í dag en hann hefur átt ansi erfiðan vetur og aðeins skorað eitt deildarmark.

Stuðningsmenn United hafa gagnrýnt vængmanninn hressilega en hann spilaði áður flottan fótbolta með Ajax í Hollandi.

Rivaldo telur að það sé best fyrir Antony að horfa annað í sumar og að ný byrjun geti gert mikið fyrir hans sjálfstraust.

,,Ég er enn á því máli að Antony sé frábær leikmaður. Hann hefur spilað á HM með Brasilíu og er enn ungur og á nóg eftir,“ sagði Rivaldo.

,,Hann er að spila fyrir félag sem er að ganga í gegnum erfiða tíma og ég tel að það væri gott skref fyrir hann að fara.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sjáðu hvað leikmaður Liverpool sagði þegar hann hélt að slökkt væri á hljóðnemanum – Myndband

Sjáðu hvað leikmaður Liverpool sagði þegar hann hélt að slökkt væri á hljóðnemanum – Myndband
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ný treyja Manchester United slær algjörlega í gegn – Mynd

Ný treyja Manchester United slær algjörlega í gegn – Mynd
433Sport
Í gær

Bálreiður eftir að óboðnir gestir brutust inn og rændu verðmætum: Hegðunin óboðleg – ,,Þeir köstuðu blysum í átt að okkur“

Bálreiður eftir að óboðnir gestir brutust inn og rændu verðmætum: Hegðunin óboðleg – ,,Þeir köstuðu blysum í átt að okkur“
433Sport
Í gær

Sambandsdeildin: Tvö íslensk lið töpuðu heima – Emil með tvennu

Sambandsdeildin: Tvö íslensk lið töpuðu heima – Emil með tvennu
433Sport
Í gær

Íhugar að snúa aftur í landsliðið eftir fréttir sumarsins

Íhugar að snúa aftur í landsliðið eftir fréttir sumarsins
433Sport
Í gær

Keyptur í aðallið Barcelona eftir að hafa slegið í gegn með B-liðinu

Keyptur í aðallið Barcelona eftir að hafa slegið í gegn með B-liðinu