fbpx
Laugardagur 22.júní 2024
433Sport

Rifjar upp óþægilegustu bílferð ævinnar: Sögðu ekki orð á leiðinni – ,,Hvað í andskotanum ertu að gera?“

433
Sunnudaginn 19. maí 2024 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Portúgalinn Nani upplifði heldur betur óþægilegt augnablik er hann lék með Manchester United í ensku úrvalsdeildinni.

Nani klikkaði á vítaspyrnu í leik við Fulham árið 2011 en hann átti upphaflega ekki að taka spyrnuna heldur Ryan Giggs.

Nani vildi þó fá sénsinn á punktinum án leyfis frá þjálfara liðsins, Sir Alex Ferguson, sem var bálreiður eftir lokaflautið.

Nani hafði lofað því að keyra Ferguson heim eftir leikinn og var bílferðin svo sannarlega óþægileg til að byrja með.

,,Giggs stóð þarna og hélt á boltanum, ég tók hann til hliðar og tók boltann af honum því ég vildi taka vítið,“ sagði Nani.

,,Ég klikkaði á spyrnunni, Guð minn góður. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli, við hefðum unnið 3-2 ef ég hefði bara skorað.“

,,Ferguson öskraði á Giggs eftir leik: ‘Með alla þessa reynslu, hvað í andskotanum ertu að gera? Af hverju ertu að leyfa honum að taka vítið?’

,,Stuttu seinna snýr Ferguson sér að mér og segir að ég muni aldrei fá að taka víti aftur. Tveimur mínútum síðar vorum við saman í mínum bíl og horfðum á veginn, við sögðum ekki orð.“

Ferguson var þó ekki lengi að fyrirgefa Portúgalanum og var blóðheitur eftir lokaflautið.

,,Ég baðst svo afsökunar á vítaspyrnunni og hann sagði að það væri í lagi, að ég ætti að sparka fasta í hornspyrnum en að allt væri í góðu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ummæli Gary Neville fyrir Evrópumótið rifjuð upp – Óvæntur maður hefur slegið í gegn

Ummæli Gary Neville fyrir Evrópumótið rifjuð upp – Óvæntur maður hefur slegið í gegn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vinur Óskars Hrafns sér hann ekki taka við KR – Segir flökkusögu langt frá sannleikanum

Vinur Óskars Hrafns sér hann ekki taka við KR – Segir flökkusögu langt frá sannleikanum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Brotist inn á heimili stjörnunnar – Hann reyndi að berjast á móti en endaði á spítala

Brotist inn á heimili stjörnunnar – Hann reyndi að berjast á móti en endaði á spítala
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Óþægilegt augnablik – Stjarna enska liðsins hafði engan áhuga á handabandi Southgate

Óþægilegt augnablik – Stjarna enska liðsins hafði engan áhuga á handabandi Southgate
433Sport
Í gær

Hjákonan mætti á leikinn í dag – Eiginkonan var einnig á svæðinu með börnin fjögur

Hjákonan mætti á leikinn í dag – Eiginkonan var einnig á svæðinu með börnin fjögur
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Arsenal súpa hveljur – Stjarna liðsins var straujuð á æfingu og þurfti að hætta

Stuðningsmenn Arsenal súpa hveljur – Stjarna liðsins var straujuð á æfingu og þurfti að hætta