fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fókus

Hélt hún hefði keypt nýjan bol – Svo kom sannleikurinn í ljós

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 10. október 2021 17:00

Skjáskot: TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Carrie Sloan, sem býr í Edinborg í Skotlandi, var að fara að byrja í nýrri vinnu og ákvað því að skella sér í Primark og kaupa sér nýjan hvítan bol fyrir vinnuna. Carrie keypti bolinn en þegar heim var komið sá hún að bolurinn var merktur með nafni manns.

Þetta kom henni á óvart en hún kippti sér þó ekki upp við það. „Ég hugsaði ekki mikið um það, ég hugsaði bara að einhver hefði skilað bolnum í Primark og ég var óheppin að kaupa hann,“ segir Carrie en svo ákváðu vinir hennar að kanna málið nánar.

„Vinir mínir voru hjá mér um daginn og voru að fara í gegnum poka af fötum sem ég ætlaði að losa mig við. Þau fundu þennan hvíta bol og þá mundi ég að ég hafði ekki sagt neinum frá þessu. Þar sem þau eru miklu klárari en ég þá ákváðu þau að gúggla nafnið á bolnum.“

Thomas Hay stóð á miðanum auk staðsetningarinnar Fraserburgh, Brucklay. Þegar þau slógu textann inn á veraldarvefnum komust þau að því að Thomas Hay lést í mars árið 2020 á Brucklay deildinni á Fraserburgh spítalanum. Þá komust þau einnig að því að Thomas var 85 ára gamall.

Carrie vill nú að Primark rannsaki hvers vegna bolur í eigu látins manns endaði í versluninni þeirra. Carrie deildi myndbandi á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem hún sagði frá þessu og voru fjölmargir netverjar sem veltu því einnig fyrir sér hvernig bolurinn endaði í versluninni.

„Kannski var bolurinn keyptur og merktur honum en hann dó áður en hann náði að nota hann svo þau skiluðu honum,“ segir til að mynda einn netverji.

Talsmaður Primark ræddi við The Sun um málið og sagði að þau myndu kanna málið með ánægju. „Ef viðskiptavinurinn hefur samband við okkur þá munum við að sjálfsögðu hjálpa henni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Einar Ágúst þurfti að endurskoða líf sitt eftir að hafa greinst með alvarleg veikindi í fyrra

Einar Ágúst þurfti að endurskoða líf sitt eftir að hafa greinst með alvarleg veikindi í fyrra
Fókus
Í gær

„Ég hugsaði um að draga mig út þegar stríðið á Gaza braust út en á sama tíma vildi ég taka pláss og nota röddina mína“

„Ég hugsaði um að draga mig út þegar stríðið á Gaza braust út en á sama tíma vildi ég taka pláss og nota röddina mína“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Birgittu Lífar og Enoks kominn með nafn

Sonur Birgittu Lífar og Enoks kominn með nafn
Fókus
Fyrir 2 dögum

TikTok-stjarnan lést á afmælisdegi kærastans

TikTok-stjarnan lést á afmælisdegi kærastans
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Britney rýfur þögnina eftir meint hörkurifrildi hennar og kærastans – „Ég veit að mamma mín tengist þessu!“

Britney rýfur þögnina eftir meint hörkurifrildi hennar og kærastans – „Ég veit að mamma mín tengist þessu!“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Háklassa vændiskona fékk 650 þúsund krónur fyrir fjögurra tíma vinnu – „Ég myndi aldrei mæla með þessu starfi fyrir einhvern“

Háklassa vændiskona fékk 650 þúsund krónur fyrir fjögurra tíma vinnu – „Ég myndi aldrei mæla með þessu starfi fyrir einhvern“