fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fókus

Viðmælandi á BBC slær óvart í gegn – Gleymdi að taka dónalegan hlut úr hillunni

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 28. janúar 2021 08:36

Yvette Amos. Mynd/BBC/Skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona sem var viðmælandi á sjónvarpsstöðinni BBC Wales hefur vakið mikla athygli eftir viðtal sitt um atvinnuleysi á tímum Covid. Ástæðan er því miður ekki athyglisverð umræða, heldur hvað hillur hennar hafa að geyma.

Yvette Amos kom fram í Today á þriðjudaginn til að ræða um upplifun sína af atvinnuleysi á tímum kórónuveirufaraldursins. En áhorfendur áttu erfitt með að einbeita sér að því sem hún var að segja, öll athygli beindist að einum hlut í hillunni á bak við hana. Í hillunni mátti sjá bækur, möppur og kassa, en einnig stóran gervilim.

Blaðamaðurinn Grant Tucker deildi skjáskoti úr viðtalinu á Twitter og sló á létta strengi.

„Kannski besti bakgrunnur hjá gesti á BBC Wales í kvöld. Kíkið alltaf í hillurnar áður en þið farið í loftið,“ segir hann.

Það er óhætt að segja að Yvette hefur slegið í gegn hjá netverjum. „Kona verður bara að gera það sem hún þarf að gera ef hún er ein heima og það er útgöngubann,“ skrifaði einn netverji.

Skjáskot/BBC

Sama sagan, annar gervilimur

Maður að nafni John sagðist hafa lent í því sama. Dóttir hans sendi honum kort, og hann lét taka mynd af sér með kortið til að þakka henni fyrir. Þegar betur var gáð áttaði hann sig á því að hann þyrfti að klippa myndina, þar sem í bakgrunn má sjá hlut sem hann ætlaði alls ekki að hafa með á myndinni.

Sérð þú hvað það er á myndinni hér að neðan? Einn netverji bar það saman við „Hvar er Valli?“ að leita að gervilimnum í bakgrunninum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Skemmtiferðasigling frá helvíti – 4200 manns um borð og klósettin hættu að virka

Skemmtiferðasigling frá helvíti – 4200 manns um borð og klósettin hættu að virka
Fókus
Í gær

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Var heilt heimsveldi vísvitandi strokið út úr sögunni?

Var heilt heimsveldi vísvitandi strokið út úr sögunni?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Móðir léttist um 38 kíló en vill vara aðra við – Svona borðar hún í dag

Móðir léttist um 38 kíló en vill vara aðra við – Svona borðar hún í dag
Fókus
Fyrir 5 dögum

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís