West Bromvic Albion tók á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Arsenal átti ekki í vandræðum með heimamenn og leiknum lauk með 0-4 sigri Arsenal.
Fyrsta mark leiksins skoraði Kieran Tierney á 23. mínútu. Bukayo Saka tvöfaldaði forystu Arsenal á 28. mínútu.
Alexandre Lacazette skoraði tvö mörk á fjögurra mínútna kafla, á 60. og 64. mínútu og kom gestunum í fjögurra marka forystu.
Eftir leikinn er Arsenal í 11. sæti með 23 stig og West Brom eru í næstneðsta sæti með átta stig.
Real Madrid tók á móti Celta de Vigo í spænsku deildinni í kvöld. Leiknum lauk með 2-0 sigri heimamanna.
Fyrsta mark leiksins skoraði Lucas Vázquez á sjöttu mínútu. Asensio skoraði síðara mark heimamanna á 53. mínútu og innsiglaði sigurinn.
Eftir leikinn er Real Madrid á toppi deildarinnar með 36 stig og Celta de Vigo í áttunda sæti með 23 stig.
West Brom 0 – 4 Arsenal
0-1 Kieran Tierney (23′)
0-2 Bukayo Saka (28′)
0-3 Alexandre Lacazette (60′)
0-4 Alexandre Lacazette (64′)
Real Madrid 2 – 0 Celta de Vigo
1-0 Lucas Vázquez (6′)
2-0 Asensio (53′)