Brighton tók á móti Wolves í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Leiknum lauk með 3-3 jafntefli.
Fyrsta mark leiksins skoraði Aaron Connolly í liði Brighton á 13. mínútu. Gestirnir jöfnuðu metin sex mínútum síðar með marki frá Romain Saïss.
Dan Burn í liði Brighton varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 34. mínútu og koma Wolves yfir. Gestirnir juku forystu sína rétt fyrir lok fyrri hálfleiks þegar Rúben Neves skoraði úr vítaspyrnu. Staðan 1-3 í hálfleik.
Þegar síðari hálfleikur hafði aðeins verið í gangi í nokkrar sekúndur fengu heimamenn vítaspyrnu. Neal Maupay fór á punktinn og skoraði annað mark Brighton. Á 70. mínútu jafnaði Lewis Dunk metin fyrir Brighton.
Eftir leikinn er Wolves í 12. sæti með 22 stig og Brighton er í 17. sæti með 14 stig.
Brighton 3 – 3 Wolves
1-0 Aaron Connolly (13′)
1-1 Romain Saïss (19′)
1-2 Dan Burn (34′)(Sjálfsmark)
1-3 Rúben Neves (44′)(Víti)
2-3 Neal Maupay (46′)
3-3 Lewis Dunk (70′)