Þrír leikmenn Tottenham brutu sóttvarnarreglur á Englandi um jólin og mættu í partý. Myndir af þeim í partýinu birtust á samfélagsmiðlum. Um er að ræða þá Erik Lamela, Sergio Reguilom og Giovani lo Celso.
Jose Mourinho þjálfari Tottenham segist vonsvikinn út í leikmennina. „Við erum ekki ánægðir, þetta kom leiðinlega á óvart.“
Lamela og Lo Celso voru ekki í leikmannahópi Tottenham sem sigraði Leeds 3-0 fyrr í dag. Reguilon sat á varamannabekknum.
Manuel Lanzini, leikmaður West Ham, var einnig í partýinu.
Lamela hefur sent frá sér afsökunarbeiðni á Twitter. Þar segist hann sjá eftir atvikinu og hann skammast sín fyrir að hafa valdið fólki vonbrigðum.
I want to apologise for a decision I made over Christmas which I deeply regret. On reflection I understand the seriousness of my actions and the impact it has on others.
I am truly thankful to everyone working hard to keep us safe and I feel ashamed knowing I’ve let people down.— Erik Manuel Lamela (@ErikLamela) January 2, 2021