fbpx
Mánudagur 13.október 2025
433Sport

Sjóðheitur dúett – Son og Kane halda áfram að búa til mörk saman

Sóley Guðmundsdóttir
Laugardaginn 2. janúar 2021 20:45

Harry Kane og Son Heung-min. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tottenham sigraði Leeds með þremur mörkum gegn engu í ensku úrvalsdeildinni í dag. Son skoraði annað mark Tottenham eftir stoðsendingu frá Harry Kane.

Markið var það þrettánda sem þeir hafa skorað saman á tímabilinu. Þar með jöfnuðu þeir met Alan Shearer og Chris Sutton. Þeir skoruðu saman 13 mörk á tímabilinu 1994-1995 með Blackburn.

Nú eru 22 leikir eftir af ensku deildinni og því miklar líkur á því að þessi ótrúlegi dúett slái metið á tímabilinu.

Mark Son í leiknum var einnig hans hundaraðasta fyrir Tottenham.

Harry Kane er nú einni stoðsendingu frá því að slá metið yfir flestar stoðsendingar sem einn leikmaður leggur upp fyrir annan í deildinni. Kane hefur lagt upp níu mörk fyrir Son á tímabilinu.

Félagarnir eru einnig aðeins fimm mörkum frá því að slá metið yfir heildarmörk sem tveir leikmenn hafa skorað saman. Didier Drogba og Frank Lampard eiga metið. Þeir skoruðu 36 mörk saman á ferli sínum með Chelsea. Harry Kane og Son Heung-min hafa skorað samtals 32 mörk saman fyrir Tottenham.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Sverrir orðlaus eftir leik – „Getum sjálfum okkur um kennt“

Sverrir orðlaus eftir leik – „Getum sjálfum okkur um kennt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Elías: „Ein varsla og fimm mörk, það er ekki frábært“

Elías: „Ein varsla og fimm mörk, það er ekki frábært“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arsenal braut reglur gegn Manchester United og fær sekt

Arsenal braut reglur gegn Manchester United og fær sekt
433Sport
Fyrir 2 dögum

Síðasti kaflinn á ferli Giroud

Síðasti kaflinn á ferli Giroud
433Sport
Fyrir 2 dögum

Útiloka ekki sölu í janúar – Spænsku risarnir vilja slást við Liverpool

Útiloka ekki sölu í janúar – Spænsku risarnir vilja slást við Liverpool
433Sport
Fyrir 2 dögum

Skilaboð Amorim til leikmanna United á laugardag vekja athygli enskra blaða

Skilaboð Amorim til leikmanna United á laugardag vekja athygli enskra blaða
433Sport
Fyrir 2 dögum

Vilja leggja blessun sína yfir áfengi á íþróttaviðburðum á Íslandi – Rætt um helgina og vilja þessi viðmið

Vilja leggja blessun sína yfir áfengi á íþróttaviðburðum á Íslandi – Rætt um helgina og vilja þessi viðmið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Rooney verulega óhress með Gerrard og ummæli hans í vikunni

Rooney verulega óhress með Gerrard og ummæli hans í vikunni