fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Pressan

13 og 14 ára börn tilbúin til hryðjuverka og styðja nasista

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 11. október 2020 11:30

Breskir lögreglumenn að störfum. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhætt að segja að óhugnanleg þróun hafi átt sér stað í Bretlandi varðandi öfgahyggju. Þar eru nú dæmi um að börn allt niður í 13 ára lýsi sig reiðubúin til að fremja hryðjuverk eða ofbeldisverk í pólitískum eða hugmyndafræðilegum tilgangi.

Þetta kom fram nýlega þegar Neil Basu, yfirmaður and-hryðjuverkadeildar Lundúnalögreglunnar, kom fyrir réttarfarsnefnd þingsins. Hann sagði að gera þurfi eitthvað í þessu.

Fram kom að börnin heillast af öfgahægrimönnum, kvenhöturum og öfgasinnuðum íslamistum sem beiti einföldum aðferðum til að lokka börnin inn í ofbeldisheim þegar þau sitja við tölvur sínar.

Eins og staðan er í dag beinast flestir aðgerðir hryðjuverkalögreglunnar að öfgasinnuðum íslamistum en málum sem tengjast öfgahægrimönnum fer fjölgandi og voru þau um 10% af málafjöldanum á fyrri helmingi ársins.

„Við sjáum sérstaklega aukningu hjá öfgahægrimönnum og aukningu hjá ungu fólki sem, allt niður í 13 ára aldur, ræðir að það sé tilbúið til hryðjuverka,“

sagði Basu.

Það gerir starf lögreglunnar erfiðara að börnin festa sig ekki endilega við ákveðna hugmyndafræði, pólitík eða trú heldur er það ofbeldið sjálft sem dregur þau að. Til dæmis eru dæmi um ungmenni sem aðhyllast íslamisma en um leið öfgahægriskoðanir og kvenhatur. Þau eiga það sameiginlegt að það er ofbeldið sem laðar þau að sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Reyndi að svindla á reglunum varðandi samakstur – Lögreglan sá við honum

Reyndi að svindla á reglunum varðandi samakstur – Lögreglan sá við honum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Játar að hafa skotið 14 mánaða hundinn sinn

Játar að hafa skotið 14 mánaða hundinn sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Varar við kínverskri leyniaðgerð

Varar við kínverskri leyniaðgerð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ófrjósemisaðgerðum hefur fjölgað mikið í Bandaríkjunum í kjölfar þrengri heimilda til þungunarrofs

Ófrjósemisaðgerðum hefur fjölgað mikið í Bandaríkjunum í kjölfar þrengri heimilda til þungunarrofs