Dietmar Hamann, fyrrum leikmaður Liverpool, hvetur Kai Havertz til að hafna Manchester United í sumar ef tilboð berst.
Havertz er 20 ára gamall miðjumaður Bayer Leverkusen og er á óskalista margra stærstu félaga heims.
Hamann er aðdáandi leikmannsins og væri til í að sjá hann velja Chelsea frekar en United.
,,Manchester United er ekki eins heillandi og áður fyrr. Þeir eru enn stærsta félag Englands en þarna eru mörg vandamál,“ sagði Hamann.
,,Ef það var biti á markaðnum fyrir nokkrum árum hafði United samband fyrst. Ég tel að það sé ekki þannig í dag.“
,,Þegar leikmaður eins og Kai Havertz skiptir um félag og gerir fimm ára samning þá er það Meistaradeildin sem skiptir máli.“
,,Ef ég horfi á Chelsea þá eru þeir með Frank Lampard sem stjóra sem gerði líka frábæra hluti sem leikmaður og ég held að þeir séu á uppleið.“
,,Ef ég horfi á félögin núna og eftir kannski tvö eða þrjú ár þá væri auðvelt fyrir mig að velja Chelsea.“