Juventus er á leið í úrslitaleik ítalska bikarsins eftir leik við AC Milan á heimavelli í kvöld.
Um var að ræða seinni leik liðanna af tveimur en fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli á San Siro.
Markalaust jafntefli varð niðurstaðan í kvöld og fer Juventus því áfram á útivallarmörkum.
Ante Rebic reyndist skúrkur kvöldsins en hann fékk rautt spjald fyrir heimskulegt brot á 17. mínútu.
Cristiano Ronaldo gat komið Juventus yfir mínútu áður en hann klikkaði þá á vítaspyrnu.