Faðir Dwight McNeil, leikmanns Burnley, hefur varað leikmanninn við því að ganga í raðir Manchester United.
McNeil er 20 ára gamall en hann er orðinn fastamaður á Turf Moor og er orðaður við önnur félög.
Það er þó of snemmt fyrir strákinn að taka stóra skrefið samkvæmt föður hans sem vill sjá hann áfram í Burnley.
,,Hann er að standa sig mjög vel. Það væri best fyrir hann að vera um kyrrt og halda áfram,“ sagði McNeil eldri.
,,Það er betra en að fara í topplið til að sitja á bekknum og fá smjörþefinn af því að spila. Hann verður að halda áfram og hlusta á þjálfarana.“
,,Ég trúi því að með bætingu þá geti hann spilað fyrir topplið.“