Alexis Sanchez hefur verið óheppinn hjá Inter Milan að sögn Samuel Eto’o, goðsögn félagsins.
Sanchez var lánaður til Inter fyrir leiktíðina frá Manchester United en hann hefur lítið sannað á Ítalíu.
,,Alexis hefur verið óheppinn á þessu tímabili vegna meiðsla,“ sagði Eto’o.
,,Það er ekki hægt að efast um gæðin hans. Hann er leikmaður sem getur alltaf gert gæfumuninn.“
,,Hann er öðruvísi sóknarmaður, hann hreyfir sig öðruvísi og er hættulegur einn gegn einum. Það er eðlilegt að þetta taki tíma fyrir hann.“