FH hefur staðfest mjög svo óvænta endurkomu Kristjáns Gauta Emilssonar til félagsins, hann virtist á leið í Stjörnuna en fór heim.
Kristján Gauti hætti í knattspyrnu árið 2016 þá 23 ára gamall þegar hann lék með NEC í Hollandi
Kristján getur spilað sem framherji eða framliggjandi miðjumaður en hann er 27 ára gamall í dag. Á besta aldri en hefur ekkert spilað í fjögur ár.
„Það er frábært að hann skuli vera búinn að fá hungrið aftur,“ sagði Ólafur Kristjánsson í samtali við Guðmund Hilmarsson fréttaritara FH-inga.
„Hann var gríðarlega efnilegur og góður þegar hann spilaði með FH síðast 2013. Hann fór til Hollands og hefur ekki spilað síðan,“ sagði Ólafur um Kristjáns.
Kristján ætlaði að semja við Stjörnuna en þegar uppeldisfélagið kom kallandi þá leitaði hugurinn heim. „Okkur ber skylda til að athuga hvort við getum aðstoðað hann og svo hann okkur í að vera gott lið. Það mun taka tíma, hann verður að fá sinn tíma til að komast í fótbolta stand. Hann er í fínu líkamlegu standi, við setjum upp plan til að byggja hann upp.“
Tókum púlsinn á Óla Kristjáns eftir æfingu í Krikanum í dag. Ræðir um afar skrýtið undirbúningstímabil, liðsstyrkinn sem…
Posted by FHingar on Friday, 12 June 2020