Gísli Eyjólfsson hefur framlengt samning sinn við Breiðablik nú skömmu áður en Pepsi Max-deild karla fer af stað.
Gísli sem er 26 ára gamall hefur leikið 124 leiki fyrir meistaraflokk og skorað í þeim 30 mörk.
„Þetta eru frábær tíðindi enda er Gísli mikilvægur hlekkur í Blikaliðinu. Gísli hefur verið að leika afar vel í síðustu undirbúningsleikjum og verður spennandi að sjá hann á vellinum í sumar,“ segir á vef Blika.
Gísli snéri aftur í Kópavoginn um mitt síðasta eftir stutt stopp í atvinnumennsku en áður hafði hann verið einn besti leikmaður deildarinnar.