TM-Mótið í Eyjum er haldið nú 10. – 13. júní Í ár keppa tæplega 1.000 stelpur frá 30 félögum í 100 liðum og hafa þau aldrei verið fleiri: Keppt er í 5. aldursflokki en í árdaga mótsins var það fyrir alla yngri flokka kvenna, undanfarin ár hefur það verið haldið fyrir 5. aldursflokk.
Stelpurnar gera ýmislegt fleira en spila fótbolta, þær taka þátt í hæfileikakeppni sem var í gær fimmtudagskvöld og sýnt í beinni útsendingu á ÍBV-TV. Þær fara einnig í bátsferð, valinn er einn fulltrúi frá hverju félagi sem tekur þátt í landsleik mótsins á föstudeginum ofl.
Í ár eru leikirnir rúmlega 500 talsins og í lokin standa uppi 12 lið sem bikarhafar á mótinu, valið er lið mótsins, prúðmennska og háttvísi eru einnig verðlaunuð.