Pepsi Max-deild karla hefst á laugardag þegar stórveldin Valur og KR eigast við. Mikil spenna er fyrir deildinni en deildin hefst tæpum tveimur mánuðum síðar en áætlað var vegna kórónuveirunnar.
Kristján Óli Sigurðsson sérfræðingur Dr. Football valdi að því tilefni tíu bestu leikmenn deildarinnar.
Val Kristjáns var að hann sögn faglegt en hann vann heimavinnuna langt fram eftir nóttu til að skila inn fullu húsi.
„Ég set símann á silent um helgina ef einhver ætlar að röfla,“ sagði Kristján Óli léttur.
Lista Kristjáns Óla má sjá hér að neðan.