Dele Alli leikmaður Tottenham hefur verið dæmdur í leikbann fyrir að gera grín að kórónuveirunni.
Dele gerði grín að veirunni í febrúar á Snapchat áður en hún skall á í Englandi. Alli setti þá myndavélina á mann frá Asíu og svo á sprittbrúsa.
Alli var látinn svara til saka og dæmdur í eins leiks bann en fram kemur í dómnum að þetta sé ekki rasismi.
Alli missir af leik gegn Manchester United eftir rúma viku en að auki fær hann 50 þúsund pund í sekt.
Maðurinn sem Alli tók upp á myndband var að hósta en upptakan kostar 8,5 milljónir.