Samkvæmt fréttum á Ítalíu er möguleiki á því að Cristiano Ronaldo fari frá Juventus í sumar. Félagið er sagt opið fyrir því að selja hann til að ná inn fjármagni.
Ronaldo er 35 ára gamall en er áfram í fullu fjöri en fjölmiðlar á Ítalíu fjalla um málið.
Ronaldo gæti hugsað sér að fara í MLS deildina en David Beckham er sagður skoða það að fá hann til Inter Miami.
Erlendir miðlar fjalla einnig um að Ronaldo gæti einnig skoðað endurkomu til Manchester United eða Real Madrid.
Ronaldo vill halda áfram að spila en hann hefur raðað inn mörkum á Ítalíu en hann er að klára sitt annað tímabil með Juventus.