fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
433Sport

Margir furða sig á breytingunni í Víkinni

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 10. júní 2020 21:03

Víkingar sakna Kára.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti talsverða athygli fyrr í dag þegar mótanefnd KSÍ hefur samþykkt ósk Víkings R. um að leikur þeirra gegn Fjölni verði seinkað um einn dag. Af þessum sökum færist leikur HK og FH þar til síðar sama dag.

Pepsi Max deild karla
Víkingur R. – Fjölnir
Var: Sunnudaginn 14. júní kl. 18:00 á Víkingsvelli
Verður: Mánudaginn 15. júní kl. 18:00 á Víkingsvelli

Margir eru á því að þetta sé einkennileg tímasetning, nokkrum dögum fyrir fyrstu umferð. „Getur einhver útskýrt fyrir mér ástæðu þess að lið geti bara fært leik sinn örfáum dögum áður en leikurinn á að fara fram?,“ skrifar Guðmundur Benediktsson á Twitter í kvöld.

Ástæðan fyrir því að KSÍ gaf leyfi fyrir þessu er að á mánudag breytast fjöldatakmarkanir vegna kórónuveirunnar, úr 200 í 500 manns á sama stað. Víkingar geta bara selt miða í tvö hólf á velli sínum og koma því þúsund manns á völlinn en ekki 400. „Við eigum ekki gott með að vera með meira en tvö hólf í stúkunni okkar. Það hefðu því getað verið 2×200 manns en í staðinn geta verið 2×500 á leiknum,“ segir Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings við Vísir.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sýndu óásættanlega óvirðingu í leiknum í gær – Bauluðu þegar minning Jota var heiðruð

Sýndu óásættanlega óvirðingu í leiknum í gær – Bauluðu þegar minning Jota var heiðruð
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Mun Chelsea samþykkja skiptin?

Mun Chelsea samþykkja skiptin?
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Harðhaus Villa reif treyju Greenwood – Sjáðu slagsmálin

Harðhaus Villa reif treyju Greenwood – Sjáðu slagsmálin
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ofurtölvan spáir í spilin: Salah kemst ekki nálægt Haaland – Nýjasta stjarna United ekki líkleg

Ofurtölvan spáir í spilin: Salah kemst ekki nálægt Haaland – Nýjasta stjarna United ekki líkleg
433Sport
Í gær

Virðast hafa litla sem enga trú á Ten Hag

Virðast hafa litla sem enga trú á Ten Hag
433Sport
Í gær

Arteta virðist hafa bullandi trú: ,,Hann mun ganga frá þér“

Arteta virðist hafa bullandi trú: ,,Hann mun ganga frá þér“