Guðmundur Steinn Hafsteinsson hefur skrifað undir hjá KA og tekur slaginn með liðinu í Pepsi Max-deild karla. Þetta hefur 433.is fengið staðfest. Guðmundur kom til Akureyrar í dag og hefur skrifað undir.
Guðmundi er ætlað að fylla skarð Elfars Árna Aðalsteinssonar sem verður ekki með í ár vegna meiðsla.
Guðmundur Steinn Hafsteinsson skrifaði undir hjá Rot-Weiss Koblenz, í fjórðu efstu deild Þýskalands í upphafi árs. Guðmundur var án félags eftir að samningur hans við Stjörnuna rann út.
Guðmundur er stór og stæðilegur framherji en hann var mest í aukahlutverki í Garðabænum.
HK, Fjölnir og fleiri lið höfðu áhuga á að fá Guðmund en hann ólst upp í Val.