Knattspyrnumenn í hæsta gæðaflokki fá vel borgað og ríflega það, flestir eiga frábæran feril í nokkur ár og tryggja sér lúxus líf það sem eftir er.
Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa verið á toppnum um langt skeið en eru þó ekki á toppnum þegar rætt er um ríkasta knattspyrnumann veraldar.
Faiq Bolkiah leikmaður í varaliði Leicester er nefnilega ríkasti knattspyrnumaður í heimi ef marka má úttekt hjá Marca. Hann kemur frá Brunei í Suðaustur-Asíu og er frændi Hassanal Bolkiah sem er forsætisráðherra Brunei.
Ekki liggur fyrir hversu mikið Faiq Bolkiah á af fjármunum en Marca segir hann það ríkasta vegna ættartengsla sinna.
Hér að neðan eru þeir tíu ríkustu.