Enski boltinn fer aftur af stað í næstu viku en á sama tíma er stutt í að næsta tímabil fari af stað. Deildin verður kláruð í lok júlí og líklegt að næsta tímabil fari af stað í lok ágúst.
Liverpool verður enskur meistari þegar deildin fer af stað en Liverpool er byrjað að skoða hvað verður gert í sumar.
Félagið ætlar ekki að eyða stórum fjárhæðum í leikmenn en Timo Werner er á leið til Chelsea frá RB Leipzig, vegna þess að Liverpool vildi ekki borga uppsett verð.
Ensk blöð segja svo frá því að hið minnsta þrír leikmenn fari frá Liverpool í sumar. Xerdan Shaqiri er til sölu og fer líklega til Newcastle.
Nathaniel Clyne er ekki í plönum Jurgen Klopp og er á förum. Adam Lallana er að verða samningslaus en ætlar að klára tímabilið með Liverpool áður en hann fer, líklegast fer hann til Leicester.
Þá mun Liverpool reyna að losa sig við Lloris Karius en markvörðurinn hefur verið á láni í Tyrklandi í tvö ár.