Erik Hamren, landsliðsþjálfari, var sáttur með frammistöðu karlalandsliðsins í 2-1 sigri á Moldóva í kvöld.
Hamren ræddi við RÚV eftir leik en Ísland endar í þriðja sæti riðilsins með 19 stig.
Svíinn geðþekki viðurkennir þó að tilfinningin sé súrsæt þar sem Ísland kemst ekki beint á EM.
,,Við vildum fá þrjú stig og við fengum þrjú stig. Það voru jákvæðir hlutir, við sköpuðum mörg færi og samspilið var gott í báðum mörkum,“ sagði Hamren.
,,Það voru líka hlutir sem máttu fara betur en við vildum fá sigur og fengum hann. Við erum með 19 stig og höfum gert ágætlega í keppninni.“
,,Ég get ekki sagt að ég sé ánægður með undankeppnina því við vildum komast á EM en við höfum gert ágætlega. Ástæða fyrir því að við náum þessum ekki er því Tyrkir náðu fjórum stigum gegn Frökkum.“
,,Það er ekki það sem við bjuggumst við. Ef þú horfir á aðra riðla þá eru ekki mörg lið með 19 stig í þriðja sæti.“