fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Fókus

Fólkið sem ætlar að bíða í röð í Costco á morgun: Bein útsending og björgunarsveitir á svæðinu

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 22. maí 2017 18:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Já, til er fólk sem ætlar sér í röð í Costco á morgun. Það er nákvæmlega ekkert að því. Sumir eru spenntir fyrir opnun verslunarinnar, aðrir þurfa kannski á því að halda að kaupa inn á góðum kjörum,“ segir Kjartan Atli Kjartansson fjölmiðlamaður og körfuknattleiksþjálfari í stuttri hugvekju á Facebook.

Mikil eftirvænting ríkir vegna opnunar Costco. Þar verður hægt að gera góð kaup og hefur verslunarrisinn þegar boðið langbesta verð á olíu hér á landi, verð sem olíufélögin íslensku treysta sér ekki til að keppa við. Hjálparsveit skáta í Garðabæ ætlar að stýra umferð á svæðinu. Þá ætlar Vísir að vera með beina útsendingu frá verslunarmiðstöðinni klukkan 08:30 í fyrramálið þar sem búist er við að þúsundir Íslendinga nýti sér opnunartilboð.

Nokkuð hefur verið um það á samfélagsmiðlum að gert sé grín að þeim sem ætli að mæta í röð í fyrramálið fyrir utan Costco til aðreyna næla sér í vörur á góðu verði. Um þá fjallar Kjartan Atli á Facebook-síðu sinni. Hann segir:

„Einnig eru til vitringar á Facebook, sem eru svo yfir það hafnir að bíða í röð að þeir þurfa að gera lítið úr samborgurum sínum. Vitringar, sem vilja láta vita að þeir eru betri en þeir sem vilja/þurfa bíða í röð.“

Kjartan heldur áfram að segja þeim til syndana og bætir við að lokum:

„En þessir vitringar yrðu líklega ósáttir ef börnin þeirra kæmu heim úr skólanum, eftir að hafa verið lítillækkuð fyrir það eitt að bíða í röð í kaffiteríunni. Svona getur fólk stundum verið blint á eigin gjörðir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Faðir Oscars ákærður

Nýlegt

Fókus
Í gær

Lepur ekki dauðann úr skel – Mánaðartekjur Spelling afhjúpaðar í skilnaðarpappírum

Lepur ekki dauðann úr skel – Mánaðartekjur Spelling afhjúpaðar í skilnaðarpappírum
Fókus
Í gær

Viagra töflur kærastans hverfa en ekkert bólar á áhrifunum í svefnherberginu

Viagra töflur kærastans hverfa en ekkert bólar á áhrifunum í svefnherberginu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Eiginmaðurinn í Coldplay-skandalnum rýfur þögnina

Eiginmaðurinn í Coldplay-skandalnum rýfur þögnina
Fókus
Fyrir 2 dögum

RÚV staðfestir þátttöku í Eurovision 2026 með fyrirvara

RÚV staðfestir þátttöku í Eurovision 2026 með fyrirvara
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er ekki fullkominn“ – Frásögn sem er persónuleg, falleg og einlæg og skyldulesning fyrir alla

„Ég er ekki fullkominn“ – Frásögn sem er persónuleg, falleg og einlæg og skyldulesning fyrir alla
Fókus
Fyrir 3 dögum

Næsti kafli björtustu stjörnu Íslands: Kvikmynd, vínyll og ný plata á ensku

Næsti kafli björtustu stjörnu Íslands: Kvikmynd, vínyll og ný plata á ensku