fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Fókus

Gettu hvaða þjóð horfði mest á Eurovision

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 24. maí 2017 12:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhorf á Eurovision-söngvakeppnina var með ágætum en alls horfðu 182 milljónir á þrjár beinar útsendingar frá keppninni; undankeppnirnar tvær og svo úrslitakvöldið þann 13. maí síðastliðinn.

Í frétt ESCToday kemur fram að Íslendingar hafi horft hlutfallslega mest á keppnina. Þrátt fyrir að Paper, lag Svölu Björgvinsdóttur, hafi ekki komist í úrslit horfðu 98 prósent sjónvarpsáhorfenda á keppnina.

Áhorf á keppnina minnkaði þó milli ára og er það rakið til þess að Rússar ákváðu að draga sig úr keppninni. Áhorf á netinu jókst þó umtalsvert og tvöfaldaðist raunar frá keppninni árið 2016. Alls horfðu sex milljónir manna á beinar útsendingar frá keppninni á YouTube.

Athygli vekur að 1,4 milljónir manna í Portúgal horfði á keppnina, en það jafngildir því að tæpleag þriðjungur sjónvarpáhorfenda hafi horft á keppnina þar í landi. Eins og margir vita fór Portúgal með sigur úr bítum í keppninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Handtekinn sama dag og hann var tilnefndur til Grammy-verðlauna

Handtekinn sama dag og hann var tilnefndur til Grammy-verðlauna
Fókus
Í gær

89 ára næringarfræðingur varpar ljósi á hvað hún borðar til að halda heilsunni góðri

89 ára næringarfræðingur varpar ljósi á hvað hún borðar til að halda heilsunni góðri
Fókus
Fyrir 3 dögum

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Henni virðist ætlað að koma inn samviskubiti hjá mæðrum“

„Henni virðist ætlað að koma inn samviskubiti hjá mæðrum“