fbpx
Sunnudagur 26.október 2025
433Sport

Plús og mínus: Á ég von á Auðunni Blöndal?

Victor Pálsson
Sunnudaginn 19. maí 2019 18:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjarnan tapaði sínum fyrsta deildarleik í sumar í kvöld er liðið spilaði gegn KA á teppinu í Garðabæ.

KA kom sá og sigraði á Samsung vellinum en þeir Ólafur Aron Pétursson og Elfar Árni Aðalsteinsson gerðu mörkin í 2-0 sigri.

Hér má sjá það góða og slæma úr leiknum.

Plús:

Magnaður og mikilvægur sigur fyrir KA-menn. Bæði mörk liðsins voru góð og sérstaklega það seinna sem kom eftir virkilega laglegt spil.

Stríðsmennirnir í vörn KA voru líka frábærir. Það var flestu lúðrað burt þegar alvöru hætta var að skapast.

KA-menn voru slakir í fyrri hálfleik en Óli Stefán hefur hjólað í sína menn í hálfleik. Allt annað lið mætti til leiks í þeim síðari.

Þriggja miðvarðakerfi KA virkaði virkilega vel í leiknum í dag. Meiri agi og ró í liðinu en oft áður.

Mínus:

Á ég von á Auðunni Blöndal? Flottur sigur hjá KA og allt það en það er bara ótrúlegt að Stjarnan hafi ekki skorað í þessum leik. Ný sería af ‘Tekinn’ gæti verið á leiðinni.

Þrátt fyrir fjölmörg færi þá tókst Stjörnumönnum ekki að skora. Síðustu tíu mínúturnar voru mikið ‘panic’, það má ekki.

Lið sem ætlar sér titilinn tapar ekki heima 2-0 gegn KA. Þetta hefur ekki góð áhrif á þá bláklæddu.

Rúnar Páll, þjálfari Stjörnunnar, ákvað að hlaða í þriggja manna skiptingu á 65. mínútu leiksins. Það er ansi athyglisvert og skilaði litlu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Hefur ekki spilað fyrir Tottenham í tæpt ár vegna meiðsla – Er samt valinn í landsliðið

Hefur ekki spilað fyrir Tottenham í tæpt ár vegna meiðsla – Er samt valinn í landsliðið
433Sport
Í gær

Guardiola með djarfa spá – Gæti orðið sá besti í heimi í þessari stöðu

Guardiola með djarfa spá – Gæti orðið sá besti í heimi í þessari stöðu
433Sport
Í gær

Raðsigurvegarinn Matthías yfirgefur sviðið á morgun: Nýtt og spennandi hlutverk bíður – „Ég hefði aldrei fyrirgefið mér“

Raðsigurvegarinn Matthías yfirgefur sviðið á morgun: Nýtt og spennandi hlutverk bíður – „Ég hefði aldrei fyrirgefið mér“
433Sport
Í gær

Vongóður um að tveir leikmenn sem meiddust aðeins gegn Liverpool verði með um helgina

Vongóður um að tveir leikmenn sem meiddust aðeins gegn Liverpool verði með um helgina