fbpx
Þriðjudagur 14.maí 2024
Pressan

Eldar og óeirðir í Kaupmannahöfn í gærkvöldi og nótt – 23 handteknir

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 15. apríl 2019 05:59

Óeirðir í Kaupmannahöfn í nótt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Kaupmannahöfn handtók 23 síðdegis í gær og gærkvöldi en miklar óeirðir voru víða í borginni og eldar loguðu víða. Ró komst á, að mestu leyti, upp úr miðnætti að sögn lögreglunnar. Þó hafa vandræðaseggir kveikt litla elda hér og þar í alla nótt en ekki hefur komið til beinna átaka á milli þeirra og lögreglunnar.

Ekstra Bladet hefur eftir Allan Wadsworth-Hansen, talsmanni lögreglunnar, að hinir handteknu eigi yfir höfði sér kærur vegna ýmissa brota, allt frá ofbeldi gegn opinberum starfsmanni til íkveikju og að hafa ekki hlýtt fyrirmælum lögreglunnar.

Óeirðirnar hófust á þriðja tímanum í gær á Norðurbrú. Þar stóð Rasmus Paludan, stofnandi öfgahægriflokksins Stram Kurs, fyrir mótmælum. Hann hafði boðað til mótmæla þar en hann er iðinn við að mótmæla. Á Norðurbrú er hátt hlutfall íbúa innflytjendur og múslimar en stefna flokks Paludan er að stöðva komu innflytjenda til Danmerkur og takast á við hina svokölluðu Íslamsvæðingu sem hann segir vera að eiga sér stað.

Paludan stóð á Blågårds Plads með kóran í hönd og flutti boðskap sinn. Um klukkan 14.30 greip lögreglan inn í mótmælin þegar ráðist var á mótmælendur en fjöldi ungra innflytjenda, karlmanna, hafði safnast saman á staðnum. Í kjölfarið réðust innflytjendurnir á lögregluna. Talsmaður lögreglunnar sagði í samtali við Danska ríkisútvarpið að það hefðu verið ungmenni, sem eiga erfitt með að fóta sig í lífinu og aðrir, sem tengjast skipulögðum glæpasamtökum, sem réðust á lögregluna.

Óeirðirnar breiddust síðan út frá Blågårds Plads til annarra svæða á Norðurbrú og síðan til Kristjaníu í gærkvöldi. Lögreglan beitti táragasi og kylfum og um tíma voru lögreglumenn með skotvopn á lofti en þá sóttu óeirðarseggir harkalega að þeim.

Í tilkynningu á Twitter sagði lögreglan nú fyrir stundu að 23 hafi verið handteknir og að gæsluvarðhalds verði krafist yfir sex þeirra síðar í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Stórtíðindi af bóluefnum – Nýtt bóluefni veitir vernd gegn kórónuveirum sem eru ekki enn komnar fram á sjónarsviðið

Stórtíðindi af bóluefnum – Nýtt bóluefni veitir vernd gegn kórónuveirum sem eru ekki enn komnar fram á sjónarsviðið
Pressan
Í gær

Hæfileikaríkur miðill blekkti bæjarstjórann upp úr skónum

Hæfileikaríkur miðill blekkti bæjarstjórann upp úr skónum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Voyager 1 er tæplega fimmtugt en kemur okkur enn á óvart með upplýsingum frá jaðri sólkerfisins

Voyager 1 er tæplega fimmtugt en kemur okkur enn á óvart með upplýsingum frá jaðri sólkerfisins
Pressan
Fyrir 2 dögum

Talíbanar vilja fá fleiri ferðamenn til landsins

Talíbanar vilja fá fleiri ferðamenn til landsins
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögreglan kom að 10-15 mönnum sem stóðu og fróuðu sér

Lögreglan kom að 10-15 mönnum sem stóðu og fróuðu sér
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tvær nýjar myndir um Hringadróttinssögu væntanlegar

Tvær nýjar myndir um Hringadróttinssögu væntanlegar