Hafþór Júlíus splæsti í Range Rover
Kraftajötunninn Hafþór Júlíus Björnsson hefur heldur betur verið að gera það gott undanfarið. Eins og flestir vita skaust hann upp á stjörnuhimininn sem Fjallið í Game of Thrones-þáttunum en hefur einnig verið að leika í auglýsingum, nú síðast fyrir Sodastream.
Nú er Hafþór farinn að njóta ávaxta erfiðisins ef marka má Facebook-færslu hans á dögunum. Þar gefur að líta mynd af splunkunýjum Range Rove Evoque-jeppa sem hann var að festa kaup á. Einn aðdáandi bendir á að bíllinn sé nú allt of lítill fyrir Hafþór sem svarar því til að þessi sé gjöf handa kærustunni, sjálfur ætli hann að fá sér annan stærri. Listaverð á svona glæsikerru er samkvæmt verðskrá BL frá 6,4 upp í 8,6 milljónir króna og því ljóst að Hafþór vann kærastakeppnina í janúarmánuði.
Hér fyrir neðan má sjá færslu Hafþórs: