fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
433Sport

Þetta var í gangi á Íslandi síðast þegar Liverpool varð meistari

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 11. júní 2020 18:00

sársaukaár

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á næstu vikum er 30 ár af sársauka að taka enda í Bítlaborginni þegar Liverpool vinnur efstu deild á Englandi í knattspyrnu. Þetta stórveldi hefur gengið í gegnum erfiða tíma en Jurgen Klopp er að finna ljósið við enda ganganna, eins og segir í söngnum fræga, You’ll Never Walk Alone sem stuðningsmenn Liverpool kyrja á öllum leikjum. Engan óraði fyrir því árið 1990 að Liverpool færi í gegnum svona tímabil

Þristur
Sælgætið Þristur hefur oftar en einu sinni og oftar en tvisvar hrósað sigri í fjölmiðlum þegar Íslendingar eru beðnir um að velja sitt eftirlætis nammi. Saga Þristsins nær aftur til ársins 1990 þegar hann var fyrst framleiddur en það má segja að fæðingu hans hafi borið að með óvenjulegum hætti. „Við fengum bón um að gera afmælisköku með karamellukremi og lakkrís. Hún var ofboðslega góð,“ segir Jón Sigurður Kjartansson, sem stofnaði sælgætisgerðina Kólus, sem framleiðir Þrist, ásamt bróður sínum, Kjartani Páli, árið 1962.

Steingrímur Hermannsson var forsætisráðherra
Steingrímur var forsætisráðherra Íslands árið 1990. Hann gegndi ýmsum öðrum ráðherraembættum á sinni farsælu starfsævi. Hann sat á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn árin 1971–1994, auk þess að vera skipaður seðlabankastjóri, sem hann var 1994–1998. Steingrímur var sonur Hermanns Jónassonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins og forsætisráðherra.

Eitt lag enn
Stjórnin skellti sér í Eurovison fyrir hönd Íslands og Sigríður Beinteinsdóttir og Grétar Örvarsson gerðu allt vitlaust úti í hinum stóra heimi. Keppnin fór fram í Zagreb en Stjórnin flutti þar lagið Eitt lag enn, sem lifir góðu lífi enn í dag. Evrópa elskað lagið einnig og endaði Stjórnin í fjórða sæti. Það var á þeim tíma besti árangur í sögu Íslands, í þessari vinsælu keppni.

Staupasteinn
Þessir vinsælu þættir frá Bandaríkjunum voru þeir vinsælustu í öllum heiminum árið 1990. Cheers, eins og þeir hétu á móðurmálinu, voru framleiddir frá 1982 til ársins 1993, samtals urðu þættirnir 275 klukkustundir að lengd. Þátturinn gerðist á vinsælum stað í miðborg Boston, í Massachusetts-fylki. Í Staupasteini var mikið glens og mikið gaman, og allir vissu hvað þú hést.


Ásta Sigríður var fegursta kona Ísland
Ásta Sigríður Einarsdóttir, sem þá var 18 ára nemandi í Menntaskólanum í Reykjavík, var kjörin Ungfrú Ísland árið 1990. Ásta Sigríður er dóttir Einars Sveinssonar, þá framkvæmdastjóra Sjóvár-Almennra, og Birnu Hrólfsdóttur kennara. Ásta fór í Ungfrú heim og skrifaði DV um málið. „Gina Marie Tolleson, 21 árs gömul Suðurríkjastúlka frá Bandaríkjunum, vann titilinn Ungfrú heimur í úrslitakeppni sem fram fór í London í gærkvöldi. Önnur í röðinni varð ungfrú Írland og þriðja varð ungfrú Venesúela. Okkar stúlka, Ásta Sigríður Einarsdóttir, komst ekki á blað meðal þeirra bestu og endaði neðarlega í hópi 80 keppenda. Ungfrú heimur er með brúnt hár og 180 sentímetrar á hæð. Hún hefur fengist við ballett, djass og steppdans en segist hafa mestan áhuga á að verða sjónvarpsfréttakona,“ stóð í DV seint árið 1990.

Nelson Mandela sleppt úr haldi
Nelson Mandela var afar mikill baráttumaður fyrir réttindum blökkumanna og barðist hart gegn aðskilnaðarstefnunni. Hann var leiðtogi innan ANC sem barðist fyrir auknum réttindum svartra og hann og félagar hans beittu verkföllum og fleiri aðgerðum til að fá sitt í gegn. Mótmæli fóru fram í Suður-Afríku árið 1960 og létust þónokkrir félagar hans. Stjórnvöld í Suður-Afríku bönnuðu þá ANC og voru leiðtogar samtakanna handteknir. Mandela var dæmdur í lífstíðarfangelsi. Eftir mikla baráttu var Mandela sleppt úr haldi árið 1990, en hann hafði þá setið í fangelsi í 27 ár. Árið 1993 fékk Mandela síðan friðarverðlaun Nóbels. Ári seinna fóru fram fyrstu lýðræðislegu forsetakosningarnar í Suður-Afríku. Mandela bauð sig fram og vann sannfærandi sigur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Dóttir hans lést aðeins 9 ára eftir erfið veikindi- Hugarfar hans vekur mikla athygli

Dóttir hans lést aðeins 9 ára eftir erfið veikindi- Hugarfar hans vekur mikla athygli
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stuðningsmenn Al-Nassr að fá ógeð eftir látbragð Ronaldo í gær – „Farðu burt grátandi barn“

Stuðningsmenn Al-Nassr að fá ógeð eftir látbragð Ronaldo í gær – „Farðu burt grátandi barn“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Skuggalegar óeirðir í París í gærkvöldi – Keyrt yfir fólk og eldar loguðu

Skuggalegar óeirðir í París í gærkvöldi – Keyrt yfir fólk og eldar loguðu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Rashford ræður sér nýjan umboðsmann í von um að draumurinn rætist í sumar

Rashford ræður sér nýjan umboðsmann í von um að draumurinn rætist í sumar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum
Missir af EM
433Sport
Í gær

Ísland leikur á Þróttarvelli

Ísland leikur á Þróttarvelli
433Sport
Í gær

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás
433Sport
Í gær

Sjáðu eldræðu Wenger í gær – „Ég er mjög á móti svona“

Sjáðu eldræðu Wenger í gær – „Ég er mjög á móti svona“
433Sport
Í gær

Skoðuðu þann möguleika að ráða Arteta til starfa

Skoðuðu þann möguleika að ráða Arteta til starfa