fbpx
Þriðjudagur 22.júlí 2025
433Sport

Solskjær vildi ekki nota sama sæti og Mourinho: Ástæða þess útskýrð

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 17. janúar 2019 12:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningsmenn Manchester United hafa tekið eftir því að Ole Gunnar Solskjær situr ekki í sama sæti og Jose Mourinho gerði á Old Trafford.

Solskjær tók við United í desember af Mourinho en hann situr í efstu röð á varamannabekk United.

Mourinho sat alltaf á fremsta bekk og kom skipunum sínum til leikmanna þaðan. Solskjær leitaði hins vegar í gamla tíma.

Sir Alex Ferguson sat alltaf í sætinu sem Solskjær ákvað að nota, sá norski hefur leitað mikið í bækur Ferguson í starfi sínu. Ferguson hefur komið við á æfingasvæði United í nokkur skipti á síðustu vikum og gefið Solskjær ráð.

,,Ferguson hafði alltaf sömu reglu á sætum þjálfara og Solskjær fór bara í þær bækur.“

Leikmenn eru enn að venjast þessu enda settist Alexis Sanchez í sætið hans Solskjær á dögunum og var beðinn um að færa sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ekki valinn í 29 manna hóp Liverpool og framhaldið nokkuð skýrt

Ekki valinn í 29 manna hóp Liverpool og framhaldið nokkuð skýrt
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Segir það erfitt að mæta Gyokores – Gætu spilað saman í vetur

Segir það erfitt að mæta Gyokores – Gætu spilað saman í vetur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Beckham gerði stór mistök og eiginkonan ekki lengi að ná í símann – ,,Þetta er ekki fyndið“

Beckham gerði stór mistök og eiginkonan ekki lengi að ná í símann – ,,Þetta er ekki fyndið“
433Sport
Í gær

Tjáir sig um brottför Rashford: ,,Ekki mitt vandamál“

Tjáir sig um brottför Rashford: ,,Ekki mitt vandamál“