fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
433Sport

Anton Ingi tekur við starfi Óskars í Úlfarsárdal

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 5. nóvember 2025 12:15

Mynd: Fram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anton Ingi Rúnarsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Fram. Hann tekur við af Óskari Smára Haraldssyni, sem sagði starfi sínu lausu á dögunum.

Anton hefur getið sér gott orð í Grindavík undanfarin ár. Stýrði hann kvennaliðinu í tvö ár og karlaliðinu undir lok síðasta tímabils, auk þess sem hann hefur verið yfirþjálfari yngri flokka.

Fram hélt sér uppi sem nýliði í Bestu deildinni í sumar.

Tilkynning Fram
Það er mikið gleðiefni að tilkynna Anton Inga Rúnarsson sem nýjan þjálfara kvennaliðs FRAM.

Anton Ingi er 29 ára og hefur á undanförnum árum aflað sér dýrmætrar reynslu í þjálfun. Hann hefur starfað hjá Grindavík frá árinu 2019, þar sem hann þjálfaði kvennalið félagsins í tvö ár og sinnti jafnframt starfi yfirþjálfara yngri flokka. Þá stýrði hann karlaliði Grindavíkur í síðustu tveimur leikjum tímabilsins þar sem liðið tryggði sætið sitt í Lengjudeildinni.

Anton kemur til FRAM með mikla orku, metnað og ástríðu fyrir uppbyggingu og árangri. Við erum sannfærð um að hann muni leggja sitt af mörkum til að þróa liðið enn frekar og stuðla að áframhaldandi vexti og framförum kvennaknattspyrnunnar hjá FRAM.

Við bjóðum Anton Inga hjartanlega velkominn í FRAM-fjölskylduna og hlökkum til samstarfsins á komandi tímum.

Velkominn Anton – áfram FRAM!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Jökull Andrésson í FH

Jökull Andrésson í FH
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Kári Árnason gagnrýnir Arnar fyrir að velja ekki Gylfa í hópinn – „Af hverju er hann ekki með?“

Kári Árnason gagnrýnir Arnar fyrir að velja ekki Gylfa í hópinn – „Af hverju er hann ekki með?“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Segja þetta yfirlýsingu frá Suðurnesjum – Nefna annað stórt nafn sem gæti komið

Segja þetta yfirlýsingu frá Suðurnesjum – Nefna annað stórt nafn sem gæti komið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Biluð dramatík – Heimir Hallgríms leyfir Írum að dreyma um sæti á HM eftir sigur í Ungverjalandi

Biluð dramatík – Heimir Hallgríms leyfir Írum að dreyma um sæti á HM eftir sigur í Ungverjalandi
433Sport
Í gær

Age Hareide alvarlega veikur – Ferðaðist þó til Ítalíu og vonast eftir sögulegu afreki

Age Hareide alvarlega veikur – Ferðaðist þó til Ítalíu og vonast eftir sögulegu afreki
433Sport
Í gær

Voru misbjartsýnir eftir að Arnar horfði framhjá Jóa Berg – „Ótrúlegt afrek“

Voru misbjartsýnir eftir að Arnar horfði framhjá Jóa Berg – „Ótrúlegt afrek“