fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Arnar: „Fyrst og fremst leiðinlegt fyrir hann“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 5. nóvember 2025 15:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórir Jóhann Helgason var ekki valinn í landsliðshóp Arnars Gunnlaugssonar fyrir komandi leiki Íslands gegn Úkraínu og Aserbaísjan.

Þórir var með í síðustu leikjum í undankeppninni, gegn Úkraínu og Frakklandi, en dettur út nú, sem og Sævar Atli Magnússon, sem meiddist gegn Frökkum. Inn í þeirra stað koma Hörður Björgvin Magnússon og Jóhann Berg Guðmundsson.

„Þetta er fyrst og fremst leiðinlegt fyrir hann því hann hefur verið mjög öflugur fyrir okkur. Hann datt í það að geta spilað allar stöður, sem er bæði gott og vont. Í þetta skiptið fannst okkur vanta meira jafnvægi í varnarleikinn og tókum Hörð Björgvin því frekar,“ sagði Arnar um það að skilja Þóri eftir.

„Hann er lítið búinn að spila með sínu félagsliði en hann hefur verið sterkur fyrir okkur. Fleiri mínútur væru æskilegar í hans tilfelli.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Magnús Már gerir langan samning í Mosfellsbæ – Ætla beint aftur upp

Magnús Már gerir langan samning í Mosfellsbæ – Ætla beint aftur upp
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ten Hag gæti verið að fá starfið þar sem hann blómstraði – Heitinga rekinn

Ten Hag gæti verið að fá starfið þar sem hann blómstraði – Heitinga rekinn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta eru ástæðurnar tvær fyrir því að Ronaldo vildi ekki mæta í jarðarför Diogo Jota – „Ég finn ekki styrkinn til að brjóta það“

Þetta eru ástæðurnar tvær fyrir því að Ronaldo vildi ekki mæta í jarðarför Diogo Jota – „Ég finn ekki styrkinn til að brjóta það“