fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
433Sport

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 5. nóvember 2025 10:30

Frá London. Colin / Wikimedia Commons / CC BY-SA-4.0

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska lögreglan hefur staðfest að Destiny Udogie, varnarmaður Tottenham, sé leikmaðurinn sem varð fyrir hótunum af hálfu knattspyrnuumboðsmanns, þar sem byssa kom við sögu.

Atvikið átti sér stað í Barnet í norðurhluta Lundúna þann 6. september þegar umboðsmaður sem Udogie hafði nýverið sagt skilið við veittist að honum og fjölskyludmeðlim. Á hann að vera ósáttur við að leikmaðurinn hafi slitið samstarfi þeirra.

Getty Images

Samkvæmt BBC og Telegraph var umboðsmaðurinn síðar handtekinn í Hertfordshire og yfirheyrður vegna gruns um vopnaburð, fjárkúgun og akstur án ökuskírteinis. Hann var síðar látinn laus gegn tryggingu en málið er enn til rannsóknar.

Í yfirlýsingu lögreglunnar kom fram að engin meiðsli hefðu orðið í tengslum við málið.

Udogie, sem er landsliðsmaður Ítalíu, gekk til liðs við Tottenham frá Udinese árið 2022 fyrir 15 milljónir punda og hefur spilað 76 leiki fyrir félagið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Myndband: Margir ósáttir við ummæli sem féllu eftir kraftaverk Heimis og hans manna – Sagði þetta um stjörnu Liverpool

Myndband: Margir ósáttir við ummæli sem féllu eftir kraftaverk Heimis og hans manna – Sagði þetta um stjörnu Liverpool
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Kristófer Acox blandar sér í málin á Hlíðarenda eftir að kærasta hans og fleiri voru látnar fara – „Hefur einhliða haldið uppi sigurhefð“

Kristófer Acox blandar sér í málin á Hlíðarenda eftir að kærasta hans og fleiri voru látnar fara – „Hefur einhliða haldið uppi sigurhefð“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Jökull Andrésson í FH

Jökull Andrésson í FH
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Einkunnir eftir að HM draumur Íslands fór í vaskinn – Þreif upp eftir samherja sína og stóð sig eins og hetja

Einkunnir eftir að HM draumur Íslands fór í vaskinn – Þreif upp eftir samherja sína og stóð sig eins og hetja
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Segja þetta yfirlýsingu frá Suðurnesjum – Nefna annað stórt nafn sem gæti komið

Segja þetta yfirlýsingu frá Suðurnesjum – Nefna annað stórt nafn sem gæti komið