fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
433Sport

Liðsfélagi og vinur Trent opinberar hvernig kappinn talar um Liverpool

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 5. nóvember 2025 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jude Bellingham segir að Trent Alexander-Arnold beri enn mikla ást til Liverpool þrátt fyrir kaldar móttökur frá stuðningsmönnum liðsins þegar hann sneri aftur á Anfield í gærkvöldi.

Liverpool lagði Real Madrid 1–0 í Meistaradeildinni með marki frá Alexis Mac Allister í síðari hálfleik. Leikurinn vakti ekki síst athygli fyrir þær sakir að Alexander-Arnold var að snúa aftur á gamla heimavöll sinn í fyrsta sinn frá því hann gekk til liðs við spænska félagið í sumar.

Þessi 27 ára gamli bakvörður, sem gekk til liðs við Real Madrid eftir að samningur hans við Liverpool rann út, kom inn á sem varamaður á 81. mínútu og var þá tekið á móti honum með háværu bauli frá stuðningsmönnum heimamanna.

Eftir leikinn var Bellingham, félagi hans hjá Real Madrid og samherji í enska landsliðinu, spurður út í viðbrögðin.

„Já, ég heyrði það. Þetta er bara hluti af fótboltanum. Ég held að baulið endurspegli ekki hvernig þeir í raun hugsa um hann. Þetta var frekar til að gefa sínu liði forskot og reyna að taka hann úr jafnvægi. Hann elskar klúbbinn, það veit ég vel eftir að hafa talað mikið við hann,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Kári Árnason gagnrýnir Arnar fyrir að velja ekki Gylfa í hópinn – „Af hverju er hann ekki með?“

Kári Árnason gagnrýnir Arnar fyrir að velja ekki Gylfa í hópinn – „Af hverju er hann ekki með?“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arnar Gunnlaugs ætlar að skoða hvað þurfi að laga – „Við failuðum á okkar markmiði“

Arnar Gunnlaugs ætlar að skoða hvað þurfi að laga – „Við failuðum á okkar markmiði“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Biluð dramatík – Heimir Hallgríms leyfir Írum að dreyma um sæti á HM eftir sigur í Ungverjalandi

Biluð dramatík – Heimir Hallgríms leyfir Írum að dreyma um sæti á HM eftir sigur í Ungverjalandi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Byrjunarlið Íslands gegn Úkraínu – Þrjár áhugaverðar breytingar og Hörður Björgvin byrjar

Byrjunarlið Íslands gegn Úkraínu – Þrjár áhugaverðar breytingar og Hörður Björgvin byrjar
433Sport
Í gær

Fullyrða að Amorim hafi öðlast virðingu leikmanna United með þessu – Gjörsamlega sturlaðist

Fullyrða að Amorim hafi öðlast virðingu leikmanna United með þessu – Gjörsamlega sturlaðist
433Sport
Í gær

Hrafnkell nefnir leikmanninn sem hann sér hvað mestan mun á eftir að Arnar tók við

Hrafnkell nefnir leikmanninn sem hann sér hvað mestan mun á eftir að Arnar tók við
433Sport
Í gær

Voru misbjartsýnir eftir að Arnar horfði framhjá Jóa Berg – „Ótrúlegt afrek“

Voru misbjartsýnir eftir að Arnar horfði framhjá Jóa Berg – „Ótrúlegt afrek“
433Sport
Í gær

Ronaldo sendur heim eftir hörmungina í Írlandi

Ronaldo sendur heim eftir hörmungina í Írlandi