fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
433Sport

Klopp segir að Kompany hafi getað stórslasað Salah: Hvernig er þetta ekki rautt spjald?

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 3. janúar 2019 22:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, sá sína menn tapa 2-1 gegn Manchester City í kvöld og var þetta fyrsta tap liðsins á tímabilinu.

Klopp var ekki óánægður með spilamennsku sinna manna og segir að þeir hafi á tímum verið óheppnir.

,,Pressan var mikil í þessum leik en við vorum óheppnari en City myndi ég segja. Við vorum millimetrum frá því að skora,“ sagði Klopp.

,,Þeir áttu sín augnablik þar sem þeir voru með yfirhöndina í leiknum og allir fundu fyrir hversu erfiður leikur þetta var.“

,,Við komum til baka og fengum færi til að bæta við eins og þegar Ederson varði frábærlega frá Mohamed Salah, þú verður að skora í svona stöðu.“

,,Þetta var ekki okkar besti leikur og ekki besti leikur City. Þetta er hins vegar allt í lagi, við hefðum getað unnið eða gert jafntefli en við töpuðum, það er ekki stærsta vandamálið.“

Talað er um að Vincent Kompany hafi átt skilið að fá beint rautt spjald fyrir tæklingu á Salah í fyrri hálfleik og er Klopp undrandi á að spjaldið hafi verið gult.

,,Mér líkar mjög vel við Vincent Kompany en hvernig er þetta ekki rautt spjald?“

,,Ef hann fer aðeins meira í Mo þá væri hann meiddur út tímabilið. Hann gerði þetta því hann veit hversu snöggur Mo er.“

,,Þetta var ekki auðvelt fyrir dómarann og ég veit ekki hvort hann hafi séð brotið en ég sá þetta og sérstaklega eftir leikinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þjálfarinn sendur upp í stúku í æfingaleik – Viðurkennir að hafa farið yfir strikið

Þjálfarinn sendur upp í stúku í æfingaleik – Viðurkennir að hafa farið yfir strikið
Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hafþór Júlíus bætti heimsmetið í réttstöðulyftu

Hafþór Júlíus bætti heimsmetið í réttstöðulyftu
433Sport
Í gær

Ásakaður um að hafa nauðgað sjö konum en var sýknaður – Rekinn eftir fimm mánuði í nýju starfi

Ásakaður um að hafa nauðgað sjö konum en var sýknaður – Rekinn eftir fimm mánuði í nýju starfi
433Sport
Í gær

Skoraði fernu og lagði upp eitt í fyrsta leiknum

Skoraði fernu og lagði upp eitt í fyrsta leiknum
433Sport
Í gær

Hefja viðræður við Liverpool á ný

Hefja viðræður við Liverpool á ný
433Sport
Í gær

Ronaldo skælbrosandi er hann sneri aftur og faðmaði Jesus

Ronaldo skælbrosandi er hann sneri aftur og faðmaði Jesus