fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Pressan

Guðsþjónustan hefur staðið yfir í sjö vikur samfleytt – Ástæðan er einstök

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 12. desember 2018 07:59

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í um sjö vikur hefur guðsþjónusta staðið yfir í Bethelkirkjunni í Haag í Hollandi og ekkert útlit er fyrir að henni ljúki á næstunni. Ástæðan fyrir þessari sannkölluðu maraþonmessu er einstök og á rætur að rekja til hollenskra laga.

Það var fyrir um sjö vikum sem armenska Tamrazyan fjölskyldan, foreldrar og þrjú börn, leituðu skjóls í kirkjunni en til stóð að vísa fjölskyldunni úr landi en hælisumsókn hennar hafði verið hafnað. Um leið og fjölskyldan kom í kirkjuna hófst guðsþjónusta og stendur hún enn.

550 prestar, víða að úr Hollandi og frá ólíkum söfnuðum, skiptast á að annast helgihaldið allan sólarhringinn en það hefur staðið óslitið síðan í lok október og mun væntanlega halda áfram næstu vikurnar.

Ástæðan fyrir helgihaldinu er að sögn New York Times að samkvæmt hollenskum lögum er lögreglunni óheimilt að trufla guðsþjónustur og því getur hún ekki farið inn í kirkjuna til að sækja Tamrazyan fjölskylduna svo lengi sem guðsþjónusta stendur yfir.

Tamrazyan fjölskyldan flúði frá Armeníu 2010 af pólitískum ástæðum. Hún hefur búið í Katwijk, sunnan við Amsterdam, síðan. Tvisvar sinnum reyndu hollensk yfirvöld að neita fjölskyldunni um hæli en hún hafði betur í bæði skiptin. En yfirvöld gáfust ekki upp við að reyna að koma fjölskyldunni úr landi og unnu sigur í þriðju tilraun. Samkvæmt lögum frá 2013 á fjölskyldan að fá hæli í Hollandi þar sem börnin hafa búið í landinu í meira en fimm ár.

Talsmaður innanríkisráðuneytisins vildi ekki tjá sig um þetta einstaka mál en sagði að fjölskyldur fái aðeins hæli ef þær séu samstarfsfúsar.

Því heldur guðsþjónustan áfram og hefur að vonum vakið mikla athygli og hefur einhverskonar þjóðarhreyfing komist af stað um að halda henni gangandi. Kirkjan sér fjölskyldunni fyrir sálfræðiaðstoð og börnin, sem eru 15, 19 og 21 árs, fá kennslu þar sem þau geta ekki yfirgefið kirkjuna til að sækja skóla en þau stunda öll nám.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Reyndi að svindla á reglunum varðandi samakstur – Lögreglan sá við honum

Reyndi að svindla á reglunum varðandi samakstur – Lögreglan sá við honum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Játar að hafa skotið 14 mánaða hundinn sinn

Játar að hafa skotið 14 mánaða hundinn sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Varar við kínverskri leyniaðgerð

Varar við kínverskri leyniaðgerð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ófrjósemisaðgerðum hefur fjölgað mikið í Bandaríkjunum í kjölfar þrengri heimilda til þungunarrofs

Ófrjósemisaðgerðum hefur fjölgað mikið í Bandaríkjunum í kjölfar þrengri heimilda til þungunarrofs