fbpx
Mánudagur 13.maí 2024
Pressan

Ófrjósemisaðgerðum hefur fjölgað mikið í Bandaríkjunum í kjölfar þrengri heimilda til þungunarrofs

Pressan
Sunnudaginn 28. apríl 2024 13:30

Þungunarrof er nú nær algjörlega óheimilt í 11 ríkjum Bandaríkjanna og bregðast sumir við með því að fara í órjósemisaðgerð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil aukning hefur orðið á ófrjósemisaðgerðum á ungu fólki í Bandaríkjunum í kjölfar dóms hæstaréttar landsins 2022 í hinu svokallaða Roe v. Wade máli en það snýst um réttin til þungunarrofs. Með dómi sínum 2022 sneri hæstiréttur við fyrri ákvörðun réttarins og veitti einstökum ríkjum landsins heimild til að setja sínar eigin reglur um réttinn til þungunarrofs með því að afnema stjórnarskrárvarinn rétt kvenna til þungunarrofs. Mörg ríki þrengdu mjög réttinn í kjölfar dómsins.

Í nýrri rannsókn var athyglinni beint að áhrifum dómsins á ófrjósemisaðgerðir fólks á aldrinum 18 til 30 ára.  Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu JAMA Health Forum.

Nú hefur þungunarrof verið bannað í 14 ríkjum og 11 til viðbótar hafa þrengt réttinn til þungunarrofs mjög.

Frá því að hæstiréttur kvað upp dóm sinn 2022 hafa fleiri konur farið í ófrjósemisaðgerð en áður en dómurinn var kveðinn upp. Nemur aukningin 58 konum á hverjar 100.000. Hjá körlunum fara 27 fleiri í ófrjósemisaðgerð af hverjum 100.000 körlum.

Segja vísindamenn að niðurstaðan sýni að ungt fólk sé líklegra til að leita varanlegra lausna á getnaðarvörnum í kjölfar dómsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heit umræða – Hvort þurfa konur eða karlar að sofa lengur?

Heit umræða – Hvort þurfa konur eða karlar að sofa lengur?
Pressan
Í gær

Fimm börn dáin eftir að hafa fengið kíghósta

Fimm börn dáin eftir að hafa fengið kíghósta
Pressan
Fyrir 2 dögum

Umdeilt viðtal við hina raunverulegu Mörthu kallað það siðlausasta fyrr og síðar – Meintur eltihrellir fær að segja sína hlið

Umdeilt viðtal við hina raunverulegu Mörthu kallað það siðlausasta fyrr og síðar – Meintur eltihrellir fær að segja sína hlið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að kviðdómur hafi átt erfitt með að halda niðri í sér hlátrinum í gær

Segja að kviðdómur hafi átt erfitt með að halda niðri í sér hlátrinum í gær
Pressan
Fyrir 5 dögum

Óhugnanleg uppgötvun undir húsi eins valdamesta nasistans

Óhugnanleg uppgötvun undir húsi eins valdamesta nasistans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalir hafa fengið nóg – Sekta fólk fyrir að vera á sundskýlunni eða bikiní einu saman

Ítalir hafa fengið nóg – Sekta fólk fyrir að vera á sundskýlunni eða bikiní einu saman