fbpx
Fimmtudagur 16.maí 2024
Pressan

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári

Pressan
Sunnudaginn 28. apríl 2024 16:30

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Evrópa hitnar tvisvar sinnum hraðar en meðalhækkun hita er að meðaltali á heimsvísu. Þetta veldur tíðari hitabylgjum, mikilli hækkun hita og öfgaveðuratburðum á borð við flóð, þurrka og gróðurelda.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í árlegri skýrslu Copernicus, sem er loftslagsstofnun ESB, um stöðu loftslagsmála. Skýrslan heitir „European State of the Climate“.

Síðasta ár var eitt hlýjasta ár sögunnar í Evrópu síðan mælingar hófust. Þetta gildir ekki einungis um hita á landi því sjávarhitinn var einnig hærri en nokkru sinni áður.

Copernicus segir að þetta geti haft miklar afleiðingar fyrir fólk, dýr og náttúruna. Flóð höfðu áhrif á 1,6 milljónir manna og stormar á 550.000 manns. Gróðureldar höfðu áhrif á líf 36.000 manns.

151 lét lífið af völdum veðurs í Evrópu á síðasta ári.

Hinn hái sjávarhiti, sem var sérstaklega hár frá maí og fram í október, hafði mikil áhrif á lífið í hafinu og á fjölbreytileika vistkerfisins.

Hár hiti og öfgaveður kosta einnig skildinginn og nam kostnaðurinn sem svarar til 2.000 milljarða íslenskra króna á síðasta ári. 81% af upphæðinni er tilkomin vegna flóða.

Úrkoman á síðasta ári var 7% meiri en í meðalári.

Ástandið var sérstaklega slæmt á norðurheimsskautasvæðinu en þar hefur hitinn hækkað þrisvar sinnum hraðar á síðustu áratugum en annars staðar á jörðinni. Þetta hefur mikil áhrif á ísþekjuna, sífrerann og vistkerfin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Klikkaðasta hugmyndin sem nokkur hefur nokkru sinni fengið“ – Gæti bjargað okkur í þriðju heimsstyrjöldinni

„Klikkaðasta hugmyndin sem nokkur hefur nokkru sinni fengið“ – Gæti bjargað okkur í þriðju heimsstyrjöldinni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjársjóðsleitin gekk fullkomlega upp – Síðan reið áfallið yfir leitarmenn

Fjársjóðsleitin gekk fullkomlega upp – Síðan reið áfallið yfir leitarmenn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lést tveimur mánuðum eftir að erfðabreytt svínsnýra var grætt í hann

Lést tveimur mánuðum eftir að erfðabreytt svínsnýra var grætt í hann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skaut lögreglumann með lásboga

Skaut lögreglumann með lásboga
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stórtíðindi af bóluefnum – Nýtt bóluefni veitir vernd gegn kórónuveirum sem eru ekki enn komnar fram á sjónarsviðið

Stórtíðindi af bóluefnum – Nýtt bóluefni veitir vernd gegn kórónuveirum sem eru ekki enn komnar fram á sjónarsviðið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Talíbanar vilja fá fleiri ferðamenn til landsins

Talíbanar vilja fá fleiri ferðamenn til landsins
Pressan
Fyrir 4 dögum

Brandy hvarf að heiman – „Undarleg tilfinning sækir á mig“

Brandy hvarf að heiman – „Undarleg tilfinning sækir á mig“