Uppsagnirnar fara þvert gegn því sem Trump berst fyrir, America First (Bandaríkin fyrst), en hann hefur haft þessa stefnu að leiðarljósi. Uppsagnir General Motors þýða að um þriðjungur starfsmanna fyrirtækisins missir vinnuna.
Þetta gæti þrýst á Trump því margir þeirra sem missa vinnuna búa í Michigan en ríkið er mjög mikilvægt í baráttunni um forsetaembættið.
Trump tjáði sig um uppsagnirnar í gær og sagðist ekki vera ánægður með þær.
Trump lagði refsitolla á innflutt stál og ál í maí og þá strax varaði General Motors við afleiðingunum og sagði að tollarnir gætu haft áhrif á fyrirtækið og neytt það til að segja upp starfsfólki. Það sama á við um mótorhjólaframleiðandann Harley-Davidson sem ætlar að flytja hluta framleiðslu sinnar til Evrópu til að mæta refsitollunum.
General Motors ætlar að loka þremur verksmiðjum á næsta ári, í Ohio, Michigan og í Ontario í Kanada.