fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Pressan

General Motors segir 15.000 starfsmönnum upp – Getur skaðað Donald Trump

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 27. nóvember 2018 07:25

Sérstöku sambandi Trump og Twitter lýkur senn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors hefur tilkynnt að fyrirtækið muni segja 15.000 manns upp störfum á næstunni í Norður-Ameríku. Sumir sérfræðingar telja að með þessu sé fyrirtækið að senda Donald Trump, Bandaríkjaforseta, ótvíræð skilaboð um að stefna hans í tollamálum sé meingölluð og skaði bandarískan efnahag.

Uppsagnirnar fara þvert gegn því sem Trump berst fyrir, America First (Bandaríkin fyrst), en hann hefur haft þessa stefnu að leiðarljósi. Uppsagnir General Motors þýða að um þriðjungur starfsmanna fyrirtækisins missir vinnuna.

Þetta gæti þrýst á Trump því margir þeirra sem missa vinnuna búa í Michigan en ríkið er mjög mikilvægt í baráttunni um forsetaembættið.

Trump tjáði sig um uppsagnirnar í gær og sagðist ekki vera ánægður með þær.

Trump lagði refsitolla á innflutt stál og ál í maí og þá strax varaði General Motors við afleiðingunum og sagði að tollarnir gætu haft áhrif á fyrirtækið og neytt það til að segja upp starfsfólki. Það sama á við um mótorhjólaframleiðandann Harley-Davidson sem ætlar að flytja hluta framleiðslu sinnar til Evrópu til að mæta refsitollunum.

General Motors ætlar að loka þremur verksmiðjum á næsta ári, í Ohio, Michigan og í Ontario í Kanada.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt
Pressan
Fyrir 3 dögum

92 ára sakfelldur fyrir morð – „Elsta óleysta morðmálið“

92 ára sakfelldur fyrir morð – „Elsta óleysta morðmálið“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf
Pressan
Fyrir 5 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi