fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Ótrúlega sjaldgæfur demantur verður seldur á uppboði í dag – Ekki á allra færi að kaupa hann

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. nóvember 2018 05:00

Bleikur demantur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag verður demantur, sem nefnist „The Pink Legacy Diamond“ seldur á uppboði hjá Christie‘s í Genf í Sviss. Þessi demantur er ansi sérstakur, eiginlega alveg einstakur því hann er heil 19 karöt en flestir demantar eru 3 karöt og hugsanlega 5 ef heppnin er með, og bleikur. Það er ekki á allra færi að kaupa þennan demant en reiknað er með að hann verði seldur á 30 til 50 milljónir dollara en það svarar til 3,7 til 6,1 milljarða íslenskra króna.

Í fréttatilkynningu frá uppboðshúsinu er haft eftir Rahul Kadakia, sem er yfirmaður skartgripadeildar þess, að það sé alveg ótrúlegt að til sé demantur af þessari stærð með þessum lit. Bleiki liturinn sé til á demöntum sem eru ekki eins mörg karöt en að til sé bleikur demantur sem er næstum 19 karöt sé óraunverulegt.

„Demantar geta fengið þennan lit þegar nær ekkert köfnunarefni er. Tæplega tvö prósent demanta eru með þennan lit og þetta eru efnafræðilega hreinustu demantarnir, oft ótrúlega gegnsæir og með flottan gljáa.“

Er haft eftir Kadakia.

Demanturinn er flokkaður sem „Fancy Vivid“ en undir þann flokk falla aðeins 1 af hverjum 100.000 demöntum. Af þeim sökum er mikil eftirspurn eftir demöntum í þessum flokki og verðið er eftir því.

Á síðasta ári var bleikur demantur, sem er í Fancy Vivid flokknum, seldur á 32,5 milljónir dollara en sá demantur er tæplega 15 karöt. Þetta var hæsta verð sem hefur verið greitt fyrir bleikan demant.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?