fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
Pressan

Of lítill svefn getur haft áhrif á þyngdina

Pressan
Laugardaginn 21. júní 2025 19:30

Ætli hún glími við kæfisvefn?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það að sofa of lítið veldur ekki aðeins þreytu heldur getur það einnig haft áhrif á fitubrennslu líkamans og löngun í mat á milli mála. Þannig getur of lítill svefn til lengdar valdið ofþyngd.

Flestir hafa eflaust lent í að eiga erfitt með svefn um hríð. Áhyggjur, börnin eiga erfitt með að sofa eða eitthvað allt annað heldur vöku fyrir fólki. En ef fólk sefur sífellt of lítið eða lætur svefninn víkja fyrir einhverju öðru getur það haft heilsufarslegar afleiðingar.

Langvarandi svefnskortur getur haft áhrif á líkamlegt og andlegt heilbrigði. Þeir sem sofa of lítið borða frekar feitan og saltan mat og sykur en þeir sem sofa vel og nægilega mikið. Ástæðan er að líkaminn kallar eftir orku á þennan hátt þegar fólk sefur illa. Rannsókn vísindamanna við Gautaborgarháskóla leiddi einnig í ljós að sykursýki og ofþyngd er algengari hjá körlum, sem sofa minna en fimm klukkustundir á hverri nóttu, en hjá þeim sem sofa í sjö til átta klukkustundir.

Önnur rannsókna frá Uppsala háskóla sýnir að hættan á að fólk sé í ofþyngd og með sykursýki 2 er meiri hjá þeim sem þjást af sífeldum svefnskorti því lítill svefn hefur áhrif á fitubrennsluna. Ef það vantar upp á svefninn langar fólk oftar í skjótfengna orku og sykur. Allt hefur þetta síðan áhrif á vigtina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

„Ósýnileg“ bílastæðagjöld úrskurðuð ólögleg

„Ósýnileg“ bílastæðagjöld úrskurðuð ólögleg
Pressan
Fyrir 1 viku

Sakamál: Skelfileg aðkoma lögreglu eftir að nágrannar lýstu yfir áhyggjum af 69 ára konu

Sakamál: Skelfileg aðkoma lögreglu eftir að nágrannar lýstu yfir áhyggjum af 69 ára konu
Pressan
Fyrir 1 viku

Með þessu algenga kryddi getur þú haldið mýflugum fjarri alla nóttina

Með þessu algenga kryddi getur þú haldið mýflugum fjarri alla nóttina
Pressan
Fyrir 1 viku

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar
Pressan
Fyrir 1 viku

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 1 viku

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju
Pressan
Fyrir 1 viku

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið