fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
Pressan

Íran segir að árásir Bandaríkjanna muni hafa varanlegar afleiðingar

Pressan
Sunnudaginn 22. júní 2025 08:50

Fordow kjarnorkumiðstöðin var meðal skotmarka Bandaríkjamanna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríkin vörpuðu sprengjum á Íran í gærkvöldi, þar með talið á þrjár kjarnorkustöðvar í Fordow, Natanz og Isfahan. Donald Trump Bandaríkjaforseti ávarpaði þjóð sína í kjölfarið og sagði að kjarnorkustöðvunum hefði verið tortímt og að Bandaríkin muni ekki hika við að varpa sprengjum á fleiri skotmörk ef Íran semur ekki um frið.

Talið er að Bandaríkin hafi varpað risastórri sprengju sem kallast „byrgjabaninn“ (e. bunker buster) til að hæfa kjarnorkurannsóknarstöðina í Fordow sem er grafin djúpt í jörðu, en fréttamaðurinn Sean Hannity á Fox-fréttastofunni segist hafa rætt við Trump sem hafi staðfest að 6 slíkum sprengjum hafi verið varpað á Fordow.

Myndband sem var sýnt í íranska ríkissjónvarpinu eftir árásina sýndi reyk frá svæði Fordow svo ætla má að sprengjurnar hafi náð markmiði sínu. Engu að síður hafa íranskir embættismenn gert lítið úr árásinni. Einn þingmaður segir að sprengjurnar hafi vissulega hæft skotmörk sín en aðeins valdið yfirborðskenndu tjóni. Leiðtogar Íran hafa varað við því að árásin muni hafa viðvarandi afleiðingar og hafa beðið um neyðarfund hjá Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.

Lítið hefur þó heyrst frá æðstaklerk Íran, Ayatollah Khamenei, en hann sagði fyrr í vikunni að bein afskipti Bandaríkjanna að átökum Íran og Ísrael myndu hafa í för með óbætanlegt tjón enda muni Íran ekki gefast upp. Aðalframkvæmdastjóri Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar, Rafael Mariano Grossi, hefur boðað til neyðarfundar hjá stofnunn sinni í ljósi aðstæðna.

Þjóðaleiðtogar Evrópu hafa í nótt og í morgun kallað eftir því að Íran snúi aftur til friðarviðræðna fremur en að stigmagna frekar átökin. Utanríkisráðherra Íran, Abbas Araghchi, spyr þó hvernig Íran geti snúið aftur í viðræður sem aldrei voru yfirgefnar. „Í síðustu viku vorum við í samningaviðræðum við Bandaríkin þegar Ísrael ákvað að sprengja þær diplómatísku viðræður upp. Í þessari viku áttum við samræður við Evrópusambandið þegar Bandaríkin ákváðu að sprengja upp þær viðræður. Hvaða ályktanir á maður að draga frá þessu?, spurði Araghchi og einnig: „Hvernig getur Íran snúið aftur í eitthvað sem landið yfirgaf aldrei, hvað þá sprengdi í loft upp?“

Heimild: Fréttavaktir CNN og AlJazeera

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

„Ósýnileg“ bílastæðagjöld úrskurðuð ólögleg

„Ósýnileg“ bílastæðagjöld úrskurðuð ólögleg
Pressan
Fyrir 1 viku

Sakamál: Skelfileg aðkoma lögreglu eftir að nágrannar lýstu yfir áhyggjum af 69 ára konu

Sakamál: Skelfileg aðkoma lögreglu eftir að nágrannar lýstu yfir áhyggjum af 69 ára konu
Pressan
Fyrir 1 viku

Með þessu algenga kryddi getur þú haldið mýflugum fjarri alla nóttina

Með þessu algenga kryddi getur þú haldið mýflugum fjarri alla nóttina
Pressan
Fyrir 1 viku

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar
Pressan
Fyrir 1 viku

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 1 viku

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju
Pressan
Fyrir 1 viku

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið