fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
Pressan

Bandarískir þingmenn forviða – Braut Trump stjórnarskrá Bandaríkjanna með árásunum á Íran?

Pressan
Sunnudaginn 22. júní 2025 10:30

DALLAS, TEXAS - AUGUST 06: Former U.S. President Donald Trump prepares to speak at the Conservative Political Action Conference CPAC held at the Hilton Anatole on August 06, 2022 in Dallas, Texas. CPAC began in 1974, and is a conference that brings together and hosts conservative organizations, activists, and world leaders in discussing current events and future political agendas. (Photo by Brandon Bell/Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríkin vörpuðu sprengjum á Íran í gærkvöldi. Árásin kom mörgum á óvart, einkum þar sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hafði skömmu áður sagt að hann ætlaði að taka sér hálfan mánuð til að taka ákvörðun í málinu.

Árásin virðist hafa komið Bandaríkjaþingi á óvart en þingmenn beggja flokka, demókrata og repúblikana, hafa birt færslur þar sem þeir saka forsetann um að hafa brotið stjórnarskrá með því að fyrirskipa árásina án þess að hafa áður fengið samþykki þingsins.

Fulltrúadeildarþingmaðurinn Ro Khanna skrifaði á samfélagsmiðla: „Trump hefur ráðist gegn Íran án heimildar frá þinginu.“ Khanna, sem er demókrati, bætti við að nú væri nauðsynlegt að kalla þing saman svo hægt væri að kjósa um þingsályktunartillögu, sem Khanna hefur lagt fram ásamt þingmanni repúblikana, Thomas Massie, gegn þátttöku Bandaríkjanna í stríðum fyrir Mið-Austurlöndum.

Massie tekur undir með kollega sínum og birti færslu þar sem hann sagði: „Þetta er ekki í samræmi við stjórnarskrá.“

Fjöldi þingmanna hefur varað við þátttöku Bandaríkjanna í átökunum. Margir muna eftir stríðinu í Írak og kæra sig ekki um að láta söguna endurtaka sig í Íran.

Bernie Sanders, öldungardeildarþingmaður, frétti af árásinni á baráttufundi gegn auðvaldi. Hann upplýsti gesti um hvað hefði átt sér stað og tók fram að þetta væri gróft brot gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. „Eini aðilinn sem er bær til að senda þjóð okkar í stríð er Bandaríkjaþing. Forsetinn hefur engan rétt til þess.“

Öldungardeildarþingkonan Elizabeth Warren tekur í sama streng. „Sprengjuárás Donald Trump á Íran brýtur gegn stjórnarskrá. Aðeins þingið getur lýst yfir stríði – og öldungardeildarþingið þarf að koma saman og kjósa undir eins til að koma í veg fyrir annað endalaust stríð.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

„Ósýnileg“ bílastæðagjöld úrskurðuð ólögleg

„Ósýnileg“ bílastæðagjöld úrskurðuð ólögleg
Pressan
Fyrir 1 viku

Sakamál: Skelfileg aðkoma lögreglu eftir að nágrannar lýstu yfir áhyggjum af 69 ára konu

Sakamál: Skelfileg aðkoma lögreglu eftir að nágrannar lýstu yfir áhyggjum af 69 ára konu
Pressan
Fyrir 1 viku

Með þessu algenga kryddi getur þú haldið mýflugum fjarri alla nóttina

Með þessu algenga kryddi getur þú haldið mýflugum fjarri alla nóttina
Pressan
Fyrir 1 viku

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar
Pressan
Fyrir 1 viku

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 1 viku

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju
Pressan
Fyrir 1 viku

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið