fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
Pressan

Andlát Hedviga Golik – Hvernig gat þetta átt sér stað?

Pressan
Laugardaginn 21. júní 2025 22:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hedviga Golik var króatískur hjúkrunarfræðingur sem bjó í Medvescak hverfinu í Zagreb. Þar bjó hún í 18 fermetra íbúð á efstu hæð, risinu. Þangað flutti hún 1961, þegar hún var 37 ára. Síðasti vinnustaður hennar var heilsugæslustöðin í Tresnjevka.

Íbúðina fékk hún í gegnum húsvörðinn í húsinu, Hinkovic að nafni, sem var fyrrum unnusti hennar. Þau voru bæði meðlimir í söfnuði Votta Jehóva og kynntust þar. Hikovic kom að sögn að byggingu hússins og fékk risíbúðina að launum.

Hedviga átti systur, sem starfaði sem kennari í Zagbreb, en það slitnaði upp úr sambandi þeirra vegna deilna.

Nágranni Hedviga lýsti henni sem nokkuð furðulegri og að hún hafi verð mjög mislynd. Hún fór frá því að vera mjög þögul og hlédræg yfir í að vera mjög ágeng og ör. Hún átti engin samskipti við aðra íbúa hússins en var þekkt fyrir að öskra á fólk á götu úti og fyrir að hlaupa stefnulaust um.

Hún tók oft skapofsaköst þegar verið var að hjálpa henni og marga grunaði að hún glímdi við geðklofa.  Nágrannakona hennar sá um að versla fyrir hana og sinna öðrum erindum en þær töluðust aldrei við því Hedvig lét bara fötu, með peningum og innkaupalista, síga niður til nágrannans sem skildi vörurnar síðan eftir fyrir utan íbúð Hedvig.

Hedvig var oft að heiman í langan tíma í einu og leigði íbúðina þá út.

Nágrannakonan sá síðast til hennar fyrir utan íbúð hennar.

Árið 1966 lagaði Hedvig sér te og settist fyrir framan sjónvarpið með tebollann. Síðan dó hún, sitjandi í stólnum. Hún hafði áður sagt nágrönnum að hún myndi fljótlega fara á brott í langan tíma. Orðrómur var um að hún hefði gengið í sértrúarsöfnuð í Makedóníu en aðrir töldu að hún hefði flutt til Belgrad og byggi þar hjá ættingjum sínum.

Það sem fylgdi á eftir er ansi undarlegt og ekki að furða að margir hafi velt fyrir sér hvernig svona lagað getur átt sér stað. Enginn virtist sakna Hedvig og lík hennar fannst ekki í íbúðinni fyrr en í maí 2008 þegar átti að hefja miklar endurbætur á húsinu öllu.

Líkið var að vonum uppþornað, eins og múmía. Það var vafið inn í teppi og lá í sófanum fyrir framan sjónvarpið. Tebollinn var á borði við hliðina á stólnum hennar.

Enginn hafði komið inn í íbúðina í þessi 42 ár og var hún þakin ryki og köngulóarvefjum.

Ekki var hægt að skera úr um dánarorsök hennar en lögreglan taldi ekki að eitthvað saknæmt hefði átt sér stað.

Yfirvöld áttu engin svör við því hvernig einhver geti legið svo lengi látinn í íbúð sinni án þess að það uppgötvist. Tilkynnt var um hvarf Hedvig í byrjun áttunda áratugarins og var hennar leitað um alla Júgóslavíu en auðvitað án árangurs. En engum datt í hug að kíkja í íbúðina hennar.

Ekki var lokað fyrir rafmagnið í öll þessi ár, því reikningurinn var greiddur af arkitektinum, sem teiknaði húsið, en hann lést 2005.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

„Ósýnileg“ bílastæðagjöld úrskurðuð ólögleg

„Ósýnileg“ bílastæðagjöld úrskurðuð ólögleg
Pressan
Fyrir 1 viku

Sakamál: Skelfileg aðkoma lögreglu eftir að nágrannar lýstu yfir áhyggjum af 69 ára konu

Sakamál: Skelfileg aðkoma lögreglu eftir að nágrannar lýstu yfir áhyggjum af 69 ára konu
Pressan
Fyrir 1 viku

Með þessu algenga kryddi getur þú haldið mýflugum fjarri alla nóttina

Með þessu algenga kryddi getur þú haldið mýflugum fjarri alla nóttina
Pressan
Fyrir 1 viku

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar
Pressan
Fyrir 1 viku

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 1 viku

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju
Pressan
Fyrir 1 viku

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið