fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
Pressan

Sydney Sweeney er byrjuð að selja baðvatnið sitt

Pressan
Laugardaginn 21. júní 2025 15:00

Sydney Sweeney í auglýsingunni. Skjáskot: Dr. Squatch/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stundum hugsar maður nú með sér að nú hljóti að vera komið að endamörkum þess hvernig svokallaðar stjörnur geta selt sig og ímynd sína. En einmitt þegar þetta rann í gegnum hugann síðast, þá dúkkaði Sydney Sweeney upp með „sápu“ sem er gerð úr baðvatninu hennar.

Það er óhætt að segja að þetta hafi vakið mikla athygli, sumum brá, aðrir hlógu og enn aðrir skildu hvorki upp né niður í þessu og engin furða því þetta hljómar eins og atriði úr grínþætti. En þetta er ekkert grín því „Sydney‘s Bathwater Bliss“ er komið í sölu.

Þetta hófst sem auglýsing fyrir Dr. Squatch, sem er sápumerki sem sérhæfir sig í náttúrulegum vörum fyrir karla. Fyrirtækið er þekkt fyrir að bæta oft góðum slatta af húmor í auglýsingarnar sínar.

Haustið 2024 lék Sydney Sweeney í auglýsingu fyrir fyrirtækið þar sem hún situr í sjóðheitu baði, sem gufan stígur upp úr, og horfir daðurslega inn í myndavélina og spyr: „Are you interested in my body… wash?“

Auglýsingin varð mjög vinsæl og aðdáendur byrjuðu fljótlega, bæði í gríni og alvöru, að spyrja hvort þeir gætu fengið eitthvað af baðvatninu hennar. Þessa hugmynd gripu einhverjir markaðssérfræðingar á lofti og tóku alvarlega.

Sápan „Sydney‘s Bathwater Bliss“ mun ekki herja á markaðinn um alla framtíð, því aðeins 5.000 eintök eru í boði og fyrir áhugasama íslenska kaupendur þá fylgir upprunavottorð með hverju eintaki.

Sydney skellti sér í bað og vatnið var síðan notað til að búa sápuna til. Ýmsum náttúrulegum efnum var blandað í það og segir Sweeney að þetta sé „náttúrulegur ilmur með dassi af persónuleika“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

„Ósýnileg“ bílastæðagjöld úrskurðuð ólögleg

„Ósýnileg“ bílastæðagjöld úrskurðuð ólögleg
Pressan
Fyrir 1 viku

Sakamál: Skelfileg aðkoma lögreglu eftir að nágrannar lýstu yfir áhyggjum af 69 ára konu

Sakamál: Skelfileg aðkoma lögreglu eftir að nágrannar lýstu yfir áhyggjum af 69 ára konu
Pressan
Fyrir 1 viku

Með þessu algenga kryddi getur þú haldið mýflugum fjarri alla nóttina

Með þessu algenga kryddi getur þú haldið mýflugum fjarri alla nóttina
Pressan
Fyrir 1 viku

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar
Pressan
Fyrir 1 viku

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 1 viku

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju
Pressan
Fyrir 1 viku

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið